Yoga Shala

Markmið okkar er að stuðla að jákvæðum breytingum hjá hverjum og einum. Við viljum hjálpa fólki að finna sinn innri kraft og öðlast trú á sjálft sig þannig að það gangi öruggt í gegnum breytingar og geti lifað lífinu með reisn. Við trúum því að ef einstaklingar breytist á þennan hátt muni það breyta samfélagi okkar.

“Yoga, as a way of life and a philosophy, can be practiced by anyone with inclination to undertake it, for yoga belongs to humanity as a whole. It is not the property of any one group or any one individual, but can be followed by any and all, in any corner of the globe, regardless of class, creed or religion.”

~Sri K. Pattabhi Jois
K. Pattabhi Jois

Krishna Pattabhi Jois var indverskur yoga kennari sem þróaði yoga aðferð sem kölluð er Ashtanga Vinyasa Yoga eða Ashtanga Yoga. Árið 1948 stofnaði K.P. Jois, eða Guruji eins og nemendur kölluðu hann, Ashtanga Yoga Research Institute (þekkt sem Shri K Pattabhi Jois Ashtanga Yoga Institute) í Mysore, á Indlandi. Guruji var nemandi Tirumalai Krishnamacharya og kemur hann fram í heimildarmynd um kennara sinn: Breath of the Gods.

Ingibjörg Stefánsdóttir, eigandi Yoga shala Reykjavík var nemandi hjá Guruji.