Helga


HELGA

Helga kynntist yoga um 18 ára aldur, það var forvitni sem rak hana af stað en það var strax eitthvað sem hún tengdi mjög sterkt við. Síðan þá hefur Yoga verið partur af hennar lífi, lengst af sem dyggur iðkandi Ashtanga Vinyasa Yoga. Yoga er ein stærsta gjöfin í hennar lífi, gjöf sem hefur kennt henni svo margt um sig sjálfa og lífið og tilveruna. Andardrátturinn og líkaminn eru svo falleg leið til að kyrra hugann og finna meira og dýpra.

Helga nýtur þess að miðla yoga áfram til iðkenda, byrjenda sem og þeirra sem eru lengra komnir. Hún hefur kennt í Yoga Shala Reykjavík frá því hún var í kennaranámi 2011, og kennir Ashtanga Yoga, Yogaflæði, Yoga Nidra og Yin/restorative. Hún trúir á mikilvægi þess að finna gott jafnvægi og blanda saman kröftugri og rólegri yogaiðkun, hugleiðslu og djúpslökun.

Haustið 2018 fór hún af stað með sína eigin námskeiðaröð sem ber yfirskriftina KvennaKraftur og inniheldur námskeið með mismunandi áherslur fyrir konuhópa. Hún brennur fyrir að styðja við heilbrigði nútímakonunnar, að finna rólegri takt í hraða samfélagsins, takt sem gefur tækifæri til að staldra við og sjá fegurðina í einföldu hlutunum.


Share by: