Kennarar

INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR


Ég var í leiklistar og dansnámi í New York 1997 þegar ég uppgötvaði yoga. Einn af mínum danskennurum hóf tímann alltaf á ashtanga vinyasa yoga. Ég varð strax hugfangin.

Tveimur árum seinna fluttist ég til L.A. Þar lærði ég Power yoga hjá Earths Power yoga í 7 mánuði. Síðan lá leiðin heim til Íslands. Ég fór að kenna yoga í Kramhúsinu næstu 5 árin. Ashtanga vinyasa Yoga heillaði mig hvað mest. Ég ákvað að skella mér til Indlands árið 2002 til að læra hjá meistaranum sjálfum Sri.K.Pattabhi Jois. Ég fór reglulega til Indlands til að læra hjá honum, alls 5 sinnum 2-3 mánuði í senn. Hann lést í maí árið 2009. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra hjá honum. Yoga hefur breytt lífi mínu til hins betra. Ég lauk einnig kennaraþjálfun hjá Brahmani yoga í Góa á Indlandi. Ég hef farið á mörg styttri námskeið hjá reyndustu kennurum í ashtanga vinyasa yoga í Evrópu og einnig fengið kennara í heimsókn til Íslands. Má þar nefna Alexander Medin, Rolf Nojokat, Nancy Gilgoff, Anne Nuotio, Michael Gannon, Lino Miele og fl. Hugleiðslu og Pranayama hef ég lært hjá hinum yndislega Emil Wendel. Ég hef lært Ayurvedic yoga nudd og Thai nudd á Indlandi, Life coaching (markþjálfun) á Íslandi, og næringarráðgjöf hjá Institute of integrative nutrition í New York. Yoga Shala Reykjavík opnaði ég árið 2005.

Ég er skráð sem 500 tíma experienced yoga teacher hjá Yoga Alliance.

e-mail: ingibjorg@yogashala.is


TÓMAS ODDUR EIRÍKSSON


Ég er fæddur árið 1988 og að Íslandi undanskildu hef ég búið í Bandaríkjunum, Bretlandi og Perú. Mitt yoga ferðalag hófst við árið 2005 þegar vinkona mín bauð mér heim til sín í yoga á stofugólfinu eftir leiðbeiningum kennara á skjánum. Fræinu hafði verði sáð en nokkur ár áttu eftir að líða þar til ég hóf að stunda yoga af alvöru.

Vorið 2010 uppgötvaði ég svo Ashtanga Vinyasa yoga hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Yoga Shala. Það leið ekki langur tími þar til ég var farinn að mæta reglulega í tíma og fyrr en varði var ég kominn í kennaranám.

Ég hef verið svo lánssamur að læra af öðrum kennurum eins og Anouk Petzoldot, Lawino María Johnson, Julie Martin, Ryan C. Leir, Elena Mironov, Alexander Medin og Aarona Pichinson. Hefur það mest verið í tengslum við 200 klst. yogakennaranámið sem ég lauk hjá Ingibjörgu Stefáns vorið 2012 í Yoga Shala.

Auk yoga hef ég sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur í gegnum tíðina sem tengjast leiðtogafærni, samskiptum, dansi, leiklist og söng. Má þar nefna Stúdentaleikhúsið, Spiral Dansflokkinn og sumarnámskeið í The Guildhall School of Music and Drama í London. Þá stofnaði ég leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og átti stóran þátt í að þar var síðar stofnuð Leiklistabraut, fyrsta sinnar tegunar í framhaldsskólum á Íslandi.

Hafandi mikla ástríðu fyrir tjáningu, tónlist og dansi fór ég af stað með mína eigin tíma í febrúar 2014 sem ég kalla “Yoga Moves”. Þar vinn ég með tónlistarfólki, plötusnúðum og öðrum yoga kennurum og í sameiningu sköpum við upplífgandi samverur með tónlist, yoga, dansi og hugleiðslu. Þessir tímar fara fram vikulega á Dansverkstæðinu og hafa notið talsverðra vinsælda og eftirtektar. Þá hef ég haldið stærri Yoga Moves viðburði í Hörpu, Gamla Bíó, Hofi Akureyri og Verboten Klúbb í New York.

Árið 2015 lauk ég framhaldskennararéttindum í “Vinyasa Flow Yoga” (500 klst RYT – Level 2) frá Brahmani Yoga skóla á Indlandi hjá Julie Martin og Emil Wendel. Þess má geta að sama ár útskrifaðist ég einnig með BSc próf í Mannvistarlandfræði frá Háskóla Íslands.

Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að kenna yoga og hugleiðslu hjá Yoga Shala, Íslenska Dansflokknum, Dansverkstæðinu, Listaháskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Kramhúsinu svo eitthvað sé nefnt. Þá hef ég reglulega tekið að mér einkatíma, heimsótt vinnustaði, skóla og hátíðir. Ég hef einnig tekið þátt í að leiða kennaranám. Í lok árs 2016 steig ég svo inn með meðeigandi Yoga Shala Reykjavík og tók virkan þátt í að byggja upp nýju stöðina í Skeifunni 7. Ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og þá dýrmætu reynslu.

Ég vil mæta hverjum og einum þar sem hann/hún er og stuðla að jákvæðum breytingum á líkama og sál. Ég legg áherslu á að iðkendur auki vitund sína og skilning á hinni líkamlegu tilveru og komist í dýpra samband við sinn tæra kjarna. Iðkunin er í mínum huga alhliða efling á öllum víddum mannlegs veruleika og snýst um að koma heim, heim að hinum sanna kjarna. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá að iðka og kenna þá mögnuðu aðferðarfræði sem yoga er. Það er mín einlæga trú að yoga geti gert heim mannsins að betri og friðsamari stað, því við erum jú að mestu, skaparar okkar veruleika. Yoga hefur kennt mér að lifa frá hjartanu og með hjartanu vil ég kenna.

Tek að mér einkatíma í yoga. Hafðu samband til að bóka tíma: tomas@yogashala.is

 

 


Viridiana Rodriguez


Ég fæddist í Mexícóborg 14 desember 1984. Ég  ólst upp í fjölskyldu sem tengdist mikið inn í Taekwondo og lærði fjölmiðlafræði.  Sjálfsvarnaríþróttir hafa alla tíð verið hluti af mínu lífi en ég lærði mikið af föður mínum Cesar Rodriquez sem er margfaldur heimsmeistari  í Taekwondo.

17 ára gömul hóf ég að iðka Hatha Yoga með Eduardo Frettlöhr sem veitti henni innblástur til að gera yoga að lífstíl og ástríðu. Um svipaðar mundir þegar ég starfaði sem blaðakona tók ég viðtal við Dharma Mittra í tengslum við Yoga Festival í Mexikóborg.  Hann talaði um hvað yoga væri gríðarlega máttug iðkun. Þá skynjaði ég kærleikann og friðinn sem geislaði frá manninum og fékk yfir mig andlega vakningu. Það var ekki aftur snúið.

Þegar ég flutti svo til Íslands 2008 færði lífið mér Ashtanga í Yoga Shala hjá Anouk Petzoldot og Ingibjörgu Stefánsdóttur. Ég ákvað leggja mig alla í þetta með það að leiðarljósi að geta deilt þeirri yndislegu iðkun sem yoga er með heiminum.

Ég læri alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég mæti á mottuna og hef verið svo lánsöm að læra hjá fleiri kennurum á borð við Laruga Glaser, Lawino Maria Johnson, Julie Martin, Alexander Medin og Ryan Leier.

Ég er kölluð Virí  og er óendanlega þakklát fyrir að fá að deila kunnáttu minni með þér.


Anna Margrét Sigurðardóttir


Anna hefur iðkað Ashtanga Yoga frá 2007 eða frá því að hún kynntist Ashtanga Yoga á byrjendanámskeið í Yoga Shala, Reykjavík. Árið 2012 hóf Anna kennaranám hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur og lauk námi hjá henni ári síðar (RYT200). Anna hóf að kenna í Yoga Shala, samhliða jógakennaranáminu og hefur kennt alla tíð síðan. Hún kennir einnig jóga í Listaháskóla Íslands á sviðslistarbraut og hefur gert frá árinu frá 2014.

Anna sækir leiðsögn til kennara sem fylgja hefðum Sri T. Krishnamacharya og Sri K. Pattabhi Jois. Petri Räisänen (authorized level 2) er sá kennari sem hún lítur hvað mest til og hefur veitt henni mestan innblástur.

Anna er hönnuður með BA (honours) grafískri hönnun og samskiptum og hefur rekið sitt eigið fyrirtæki Anton & Berg frá 2008.

„Hefðin, sagan, tengsl milli hreyfingar og öndunar auk jógastaðanna er það sem heillaði mig strax í upphafi við Ashtanga Yoga. Að fá rými til að anda og hreyfa mig í eigin flæði og mæta þannig sjálfri mér í krefjandi stöðum á mottunni kennir mér margt. Betri líkamleg og andleg líðan kom fljótt í ljós eftir að ég byrjaði að iðka og varð til þess að Ashtanga Yoga varð strax partur af daglegri rútínu og mínu lífi.“

Sthira sukham asanam (Yoga Sutra 2.46)
Asana is a steady, comfortable posture

“You can take practice. Don’t talk.” – Sri K. Pattabhi Jois

——- ——- ——- ——- ——- ——- ——- ——-

Anna has practiced Ashtanga Yoga since 2007, or ever since the day she walked into a Ashtanga Yoga introductory course at Yoga Shala Reykjavík. In 2012- 2013 Anna completed a teacher training (RYT200) with Ingibjörg Stefánsdóttir and has since then taught at Yoga Shala Reykjavík. From 2014 Anna has also taught yoga to students at Iceland Academy of the Arts, Department of Performing Arts.

Anna seeks guidance from teachers who follow the traditions of Sri K. Pattabhi Jois and his guru Sri T. Krishnamacharya. Petri Räisänen (authorized level 2) is the Ashtanga Yoga teacher who has influenced Anna the most in recent years.

“The tradition, lineage, connection between movement and breathing in addition the asana is what attracts me to the Ashtanga Yoga method. To be able to have a space to breath, move in my own flow and meet myself in a different asanas has taught me immensely about myself.”

Sthira sukham asanam (Yoga Sutra 2.46)
Asana is a steady, comfortable posture

“You can take practice. Don’t talk.” – Sri K. Pattabhi Jois Jois


Helga Guðrún Snjólfsdóttir


Helga S. hefur iðkað yoga meira og minna frá 18 ára aldri og byrjaði svo að kenna árið 2011 í Yoga shala Reykjavík samhliða kennaranámi (RYT 200) sem hún lauk 2012. Hún hefur notað hvert tækifæri til að læra meira og hefur iðkað með mörgum reyndum kennurum sem fylgja Ashtanga Yoga hefðinni bæði erlendis og hér heima. Árið 2005 iðkaði hún í stórum hópi með Sri K. Pattabhi Jois, Sharath og fjölskyldunni í 5 daga í London. Hún hefur einnig stutt við það að að reyndir kennarar heimsæki Ísland og haldi námskeið, þar má helst nefna Mark Robberds (certified), Petri Räisänen (authorized level 2), Laruga Glaser (authorized level 2) og Alexander Medin (certified).

Helga er verkfræðingur að mennt og starfar hjá Össur sem deildarstjóri á upplýsingatæknisviði.

„Ég byrjaði að prófa yoga um 18 ára aldur og fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig. Ég var 21 árs þegar ég uppgötvaði Ashtanga Yoga og heillaðist strax af þessari aðferð. Síðan þá hefur þessi iðkun verið hluti af lífinu og síðastliðin 8 ár dagleg iðkun sem stuðlar að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Dagleg iðkun sem tekur breytingum í takt við lífið og á leiðinni hefur hún verið aðlöguð að barneignum, veikindum og meiðslum en alltaf regluleg og af heilum hug. Iðkunin hefur verið stór hluti af mínum þroska og hefur kennt mér mikið um sátt og umburðarlyndi, bæði gagnvart sjálfri mér og öðrum.”

Yogas chitta vritti nirodha (Yoga Sutra 1.2)

Yoga is the removal of the fluctuations of the mind


ÁSA SÓLEY SVAVARSDÓTTIR


Ég var mikið í dansi þegar ég var yngri, þá mest í jazzballett og svo í mörg ár í Afró í Kramhúsinu. Einnig hef ég verið í ýmsum jaðaríþróttum eins og snjóbretti, klifri og mótorcrossi. Það var svo ekki fyrr en 2009 sem ég var loksins tilbúin til að prufa yoga.  Ég byrjaði á Hot Yoga og ég varð alveg heilluð eftir fyrsta tímann og það var ekki aftur snúið. Yoga hjálpar mér að einbeita mér, að anda og að vera ánægðari með sjálfa mig og lífið.
Ég æfi sjálf Ashtanga Vinyasa Yoga í Yoga Shala hjá þeim frábæru kennurum þar og Barkan Method Hot Yoga.

Í apríl 2013 útskrifaðist ég sem yogakennari frá Yoga Shala með Ingibjörgu Stefánsdóttur sem aðalkennara og þar fékk ég líka að læra hjá öðrum mögnuðum kennurum, Julie Marting og Ryan C Leier sem kenndu mér mikið.

Árið 2014 fékk ég svo kennararéttindi í Barkan Method Hot Vinyasa frá Jimmy Barkan. Að skrá mig í yogakennara námið var án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið og það kom sjálfri mér á óvart hvað ég hef ótrúlega gaman af því að kenna öðrum yoga. Það gefur mér ótrúlega mikið af fá að leiða hóp af fólki í gengum yogatíma og sjá það komast dýpra og dýpra inní sína yogaæfingu.


MARGRÉT I. HALLGRÍMSSON


Börn Margrétar buðu henni á byrjendanámskeið í Ashtanga 2013 hjá Mariu Dalberg í Yoga Shala. það var yndislegt samfélag í Yoga Shala og frábærir kennarar sem stuðluðu að því að Margrét hélt áfram að iðka yoga.

Hún sótti margs kona vinnubúðir þar m.a. Ryan Leier, Elenu Mironov, Julie Martin, Alexander Madin, Mariu Boox, Petri Raissanen og Peter Sterios. Síðla árs 2014 fór hún á undirbúningsnámskeið fyrir kennaranám hjá Ingibjörgu og Tómasi Oddi og fann þar löngun til að flytja boðskap Yoga til jafnaldra sinna. Yogað hafði gerbreytt hennar lífi og hví ekki að leyfa öðrum að njóta. Í nóv 2015 hlaut hún kennarapróf í Yoga hjá Yoga Shala undir leiðsögn Ingibjargar og ofangreindra kennara og í janúar 2016 hélt hún sitt fyrsta námskeið fyrir konur 50 +.

Margrét er hjúkrunarfræðingur og með mastersnám i ljósmóðurfræði. Hún hefur unnið á flestum deildum kvennadeildar auk þess sem ljósmóðir á Hvidovre hospital í Kaupmannahöfn. Síðast liðin 15 ár hefur unnið sem stjornandi á kvennadeild Landsspítala en nýlega hóf hún störf sem hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild LSH.

Fyrir Margréti er Yoga ferðalag þar sem einstaklingnum gefst kostur á að kynnast sjálfum sér betur og betur, þekkja líkamann og getur hans og takmarkanir og þroskast andlega á friðsælan og fallegan hátt. Margrét er óendanlega þakklát börnum sínum fyrir að hafa drifið móður sína í Yoga.


KRISTRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR


Ég æfði ballet sem lítil stúlka í fimm ár frá því að ég var fjögurra ára gömul, ég tel að þar hafi jógaiðkun mín alls ómeðvitað hafist. Eftir það fluttist ég út á land þar sem ég leitaði í alls kyns íþróttir, frjálsar, körfubolta, fimleika o.fl. en engin þeirra gaf mér þessa mögnuðu tilfinningu sem sat svo föst í minni og hjarta mínu eftir ballet tímana. Ég fluttist til Reykjavíkur 16 ára til að fara í menntaskóla og fór þá aftur í ballet en það var ekki eins. Það var ekki fyrr en haustið 2012 að ég skráði mig á byrjendanámskeið í Yogashala Reykjavík. Eftir aðeins einn tíma fann ég fyrir þessari ólýsanlegu tilfinningu, loksins var ég komin heim.

Jóga, aðalega Ashtanga vinyasa yoga varð um leið hluti af minni daglegu rútínu. Ég fann hvað það hafði ótrúleg áhrif, andardrátturinn varð dýpri um leið og hugurinn varð skýrari og hljóðari, hjartað fékk að leiða og það kom á ákveðið innra jafnvægi.
Uppfrá þessu sótti ég ýmis námskeið, á vegum Yogashala og dró í mig alla þá þekkingu sem ég komst yfir. Kennarar Yogashala höfðu mikil áhrif á mig og þá sérstaklega Ingibjörg Stefánsdóttir, Anna Margrét Sigurðuardóttir, Viridiana Rodriguez og Tómas Oddur.
Í nóvember 2015 kláraði ég svo 200 klst. Vinyasa jóga kennaranám í Yogashala Reykjavík hjá Ingibjörgu en námið var ótrúlega fjölbreytt og góður undirbúningur undir bæði lífið sjálft og kennsluna.
Aðrir kennarar sem ég hef sótt námskeið hjá eða voru hluti af kennaranáminu og hafa haft mikil áhrif á mig í jógaiðkun minni eru, Julie Martin(vinyasa flæði) Elena Mironov(elemental vinyasa), Rachel Plies(yoga therapy), Mark Robberds(Ashtanga) og Laruga Glaser(Ashtanga).
Vorið 2016 fór ég á Hvammstanga og var svo heppin að fá að fylgjast þar með krakkajóga hjá Pálínu í 3 vikur. Pálína Fanney Skúladóttir, Kundalini jógakennari, kennir þar krakkajóga bæði í leikskólanum og grunnskólanum á Hvammstanga en þar lærði ég góðan grunn í jógakennslu handa börnum.
Í kjölfarið skipulagði ég krakkajóganámskeið og fékk með með yndislegar og hæfileikaríkar konur, þær Ragnheiði Gröndal, tónlistarkonu og jógakennara, og Þóru Rós Guðbjartsdóttur dansara og jógakennara. Krakkajóganámskeiðið var blanda að jóga, tónlist, dansi, leikjum og slökun tókst ótrúlega vel. Það sem kom mér hvað mest á óvart var að uppáhalds stund barnanna var slökunin og með hverjum deginum vildu þau lengri og dýpri slökun. Yndislegt að þetta sé það sem var börnunum dýrmætast. Kannski eðlilega þar sem erfiðara að ná djúpri slökun í samfélagi sem okkar þar sem áreitið er sífellt að aukast.

Ég nýt þess að kenna og fylgjast með og læra af einstaklingum á þessu ótrúlega ferðalagi sem jóga er. Við erum öll eins og við eigum að vera og á þeim stað sem við eigum að vera hverju sinni. Í jóga erum við sífellt að mæta sjálfum okkur og komast að því hvað við þurfum hverju sinni, hlusta á okkur sjálf á okkar eigin líkama. Þannig höldum við áfram að bæta okkur.


KLARA KALKUSOVA


Klara started practicing yoga with her teachers at Himalaya yoga valley centre in Cork, Ireland in 2012 and has been dedicated to her practice since the  very first class and she never looked back. Klara quickly realized that yoga wasn’t just about the physical benefits, yoga left her feeling happier and more balanced. After two years of studying with Lalit Kumar and Lisa Fahy she was on the way to India to study the eight limbs of Ashtanga yoga with Lalit at his 200hr TTC in  Himalaya yoga valley centre in Goa. Her love and respect for yoga deepened immensely during that month. Qualifying as a teacher was just a beginning of a lifelong journey for we are all forever students in this anscient science.  
She’s been sharing her practice ever since.  She was a teacher at a retreat centre in Siem Reap, Cambodia and then at a women’s spa in Kampot, Cambodia. She introduced yoga to the students of a primary and secondary school in a Himalayan village in Nepal where she volunteered and has been giving private lessons in Ireland, India, US and now Iceland, combining yoga with Reflexology as she’s been a practicing Reflexologist since 2010.
Klara understands that her students come to yoga for different reasons and her role is to create a safe environment where everyone can learn how to honor their body at their own pace without judgment and criticism. She puts emphasis on correct alignment, enhancing poses with adjustments and she offers modifications and the use of props to make yoga accessible for every body. She believes anyone can practice yoga regardless of age, shape, strength, flexibility…
Klara has an adventurous heart, she has been traveling the world for a decade but it feels like yoga gave her travels a different purpose. Regular practice keeps her grounded and balanced wherever she is and she feels very blessed to be able to share her love for yoga with others around the world. She moved to Iceland only recently and is delighted to be part of the amazing yoga community in Reykjavik and to teach along great teachers at Yoga Shala.

INGA HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR


Ég uppgötvaði jóga árið 2000 í fæðingarorlofi. Ég fiktaði við það af mikilli forvitni en árið 2006 var ég ófrísk af  næstelsta syni mínum og kennari minn Auður Björnsdóttir í Jógasetrinu kveikti hjá mér enn dýpri áhuga. Jóga varð minn fasti punktur alla þá meðgöngu. Ég varð strax hugfangin af mætti pranayama og asana í líkamlegum átökum eins og meðgöngu og fæðingu og átti yndislega heimafæðingu í kjölfarið. Árið 2009 flutti ég erlendis með fjölskyldunni og árið 2012 til höfuðborg Bandaríkjana. Ég fann fljótlega dýnuna mína hjá eitt af virtustu jógastúdíónunum í Washington DC, Down Dog Yoga. DDY er Baptiste jóga stúdío en Baptiste yoga er Power yoga flæði. Þetta kraftmikla og líkamlega flæðið var heilmikil áskorun fyrir mig, ekki bara líkamlega heldur aðallega andlega, þar sem ég taldi mig “bakveika” eftir að ég fór illa í bakinu 2010 og endaði í aðgerð útaf brjósklosi. Ég uppgötvaði þó hægt og bítandi að því oftar sem ég kom á jógadýnuna mína, með góðri og vandaðri leiðsögn kennara, að þegar ég öðlaðist líkamlegan styrk sem regluleg jógaiðkun gefur manni, varð ég sífellt stöðugari og sterkari andlega til að takast á við allt það sem lífið hefur upp á að bjóða.

Hálfu ári síðar hóf ég 200 RYT kennaranám hjá Alice Riccardi og Patty Ivey sem eru reyndir kennarar og virtir nemendur Baron Baptiste. Baptiste jóga heillaði mig og opnaði nýja vídd og sýn á lífið sem ég hafði ekki upplifað áður. Mér var boðin kennarastaða hjá DDY í kjölfarið 2014 og hef starfað þar undir mikilli leiðsögn yfirkennara þangað til ég flutti heim til Íslands júlí 2017. Ég lauk einnig kennaraþjálfun hjá Alice Riccardi í Yin Yoga og Miriam Gates í Barnajóga. Þá hef ég leitt vinnustofur í Yin Yoga og grunntækni Baptiste Yoga, kennt einkatíma sem og aðstoðað við Kennaranámið hjá DDY.

Haustið 2016 fór ég til New York til að læra hjá meistaranum sjálfum Baron Baptiste hjá Baptiste Institute. Stór hluti af náminu er krefjandi naflaskoðun og mikið horft inná við. Á meðan að tekið er á hinu líkamlega er tekið á hinu andlega. Áherlsa var lögð á Asana, hugleiðslu og naflaskoðun. Eftir það tók ég Art of assisting og sumarið 2017 fór ég svo aftur á Level 2 í New York með Paige Elenson sem er stofnandi The Africa Yoga Project í Kenya og hefur verið nemi hjá Baron í 20 ár. Þá útskrifaðist ég líka sem Certified Baptiste Yoga Teacher.

Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra hjá Baron Baptiste sjálfum og helstu kennurum hans. Þetta hefur gefið mér einstakt tækifæri til að kafa djúpt ofan í mjög skýra aðferðafræði í jóga og þar af leiðandi gefið mér skýra sýn yfir þann ásetning sem ég set fyrir sjálfa mig í lífinu og nemendu mína í tíma.

Jóga hefur án efa breytt lífi mínu til hins betra og fátt gerir mig ánægðari en að deila minni reynslu og að sjá nemendu mína öðlast einbeitingu, líkamlegt sjálfstraust og trú á sjálfum sér sem gefur þeim frelsi til að vera eins og þeir eru.

“Don´t work on being liked and accepted. Just work on being you” -Baron Baptiste