Kennarar

INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR


Ég var í leiklistar og dansnámi í New York 1997 þegar ég uppgötvaði yoga. Einn af mínum danskennurum hóf tímann alltaf á ashtanga vinyasa yoga. Ég varð strax hugfangin.

Tveimur árum seinna fluttist ég til L.A. Þar lærði ég Power yoga hjá Earths Power yoga í 7 mánuði. Síðan lá leiðin heim til Íslands. Ég fór að kenna yoga í Kramhúsinu næstu 5 árin. Ashtanga vinyasa Yoga heillaði mig hvað mest. Ég ákvað að skella mér til Indlands árið 2002 til að læra hjá meistaranum sjálfum Sri.K.Pattabhi Jois. Ég fór reglulega til Indlands til að læra hjá honum, alls 5 sinnum 2-3 mánuði í senn. Hann lést í maí árið 2009. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra hjá honum. Yoga hefur breytt lífi mínu til hins betra. Ég lauk einnig kennaraþjálfun hjá Brahmani yoga í Góa á Indlandi. Ég hef farið á mörg styttri námskeið hjá reyndustu kennurum í ashtanga vinyasa yoga í Evrópu og einnig fengið kennara í heimsókn til Íslands. Má þar nefna Alexander Medin, Rolf Nojokat, Nancy Gilgoff, Anne Nuotio, Michael Gannon, Lino Miele og fl. Hugleiðslu og Pranayama hef ég lært hjá hinum yndislega Emil Wendel. Ég hef lært Ayurvedic yoga nudd og Thai nudd á Indlandi, Life coaching (markþjálfun) á Íslandi, og næringarráðgjöf hjá Institute of integrative nutrition í New York. Yoga Shala Reykjavík opnaði ég árið 2005.

Ég er skráð sem 500 tíma experienced yoga teacher hjá Yoga Alliance.

e-mail: ingibjorg@yogashala.is


TÓMAS ODDUR EIRÍKSSON


Ég er fæddur árið 1988 og að Íslandi undanskildu hef ég búið í Bandaríkjunum, Bretlandi og Perú. Mitt yoga ferðalag hófst við árið 2005 þegar vinkona mín bauð mér heim til sín í yoga á stofugólfinu eftir leiðbeiningum kennara á skjánum. Fræinu hafði verði sáð en nokkur ár áttu eftir að líða þar til ég hóf að stunda yoga af alvöru.

Vorið 2010 uppgötvaði ég svo Ashtanga Vinyasa yoga hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Yoga Shala. Það leið ekki langur tími þar til ég var farinn að mæta reglulega í tíma og fyrr en varði var ég kominn í kennaranám.

Ég hef verið svo lánssamur að læra af öðrum kennurum eins og Anouk Petzoldot, Lawino María Johnson, Julie Martin, Ryan C. Leir, Elena Mironov, Alexander Medin og Aarona Pichinson. Hefur það mest verið í tengslum við 200 klst. yogakennaranámið sem ég lauk hjá Ingibjörgu Stefáns vorið 2012 í Yoga Shala.

Auk yoga hef ég sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur í gegnum tíðina sem tengjast leiðtogafærni, samskiptum, dansi, leiklist og söng. Má þar nefna Stúdentaleikhúsið, Spiral Dansflokkinn og sumarnámskeið í The Guildhall School of Music and Drama í London. Þá stofnaði ég leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og átti stóran þátt í að þar var síðar stofnuð Leiklistabraut, fyrsta sinnar tegunar í framhaldsskólum á Íslandi.

Hafandi mikla ástríðu fyrir tjáningu, tónlist og dansi fór ég af stað með mína eigin tíma í febrúar 2014 sem ég kalla “Yoga Moves”. Þar vinn ég með tónlistarfólki, plötusnúðum og öðrum yoga kennurum og í sameiningu sköpum við upplífgandi samverur með tónlist, yoga, dansi og hugleiðslu. Þessir tímar fara fram vikulega á Dansverkstæðinu og hafa notið talsverðra vinsælda og eftirtektar. Þá hef ég haldið stærri Yoga Moves viðburði í Hörpu, Gamla Bíó, Hofi Akureyri og Verboten Klúbb í New York.

Árið 2015 lauk ég framhaldskennararéttindum í “Vinyasa Flow Yoga” (500 klst RYT – Level 2) frá Brahmani Yoga skóla á Indlandi hjá Julie Martin og Emil Wendel. Þess má geta að sama ár útskrifaðist ég einnig með BSc próf í Mannvistarlandfræði frá Háskóla Íslands.

Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að kenna yoga og hugleiðslu hjá Yoga Shala, Íslenska Dansflokknum, Dansverkstæðinu, Listaháskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Kramhúsinu svo eitthvað sé nefnt. Þá hef ég reglulega tekið að mér einkatíma, heimsótt vinnustaði, skóla og hátíðir. Ég hef einnig tekið þátt í að leiða kennaranám. Í lok árs 2016 steig ég svo inn með meðeigandi Yoga Shala Reykjavík og tók virkan þátt í að byggja upp nýju stöðina í Skeifunni 7. Ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og þá dýrmætu reynslu.

Ég vil mæta hverjum og einum þar sem hann/hún er og stuðla að jákvæðum breytingum á líkama og sál. Ég legg áherslu á að iðkendur auki vitund sína og skilning á hinni líkamlegu tilveru og komist í dýpra samband við sinn tæra kjarna. Iðkunin er í mínum huga alhliða efling á öllum víddum mannlegs veruleika og snýst um að koma heim, heim að hinum sanna kjarna. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá að iðka og kenna þá mögnuðu aðferðarfræði sem yoga er. Það er mín einlæga trú að yoga geti gert heim mannsins að betri og friðsamari stað, því við erum jú að mestu, skaparar okkar veruleika. Yoga hefur kennt mér að lifa frá hjartanu og með hjartanu vil ég kenna.

Tek að mér einkatíma í yoga. Hafðu samband til að bóka tíma: tomas@yogashala.is

 

 


Anna Margrét Sigurðardóttir


Anna hefur iðkað Ashtanga Yoga frá 2007 eða frá því að hún kynntist Ashtanga Yoga á byrjendanámskeið í Yoga Shala, Reykjavík. Árið 2012 hóf Anna kennaranám hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur og lauk námi hjá henni ári síðar (RYT200). Anna hóf að kenna í Yoga Shala, samhliða jógakennaranáminu og hefur kennt alla tíð síðan. Hún kennir einnig jóga í Listaháskóla Íslands á sviðslistarbraut og hefur gert frá árinu frá 2014.

Anna sækir leiðsögn til kennara sem fylgja hefðum Sri T. Krishnamacharya og Sri K. Pattabhi Jois. Petri Räisänen (authorized level 2) er sá kennari sem hún lítur hvað mest til og hefur veitt henni mestan innblástur.

Anna er hönnuður með BA (honours) grafískri hönnun og samskiptum og hefur rekið sitt eigið fyrirtæki Anton & Berg frá 2008.

„Hefðin, sagan, tengsl milli hreyfingar og öndunar auk jógastaðanna er það sem heillaði mig strax í upphafi við Ashtanga Yoga. Að fá rými til að anda og hreyfa mig í eigin flæði og mæta þannig sjálfri mér í krefjandi stöðum á mottunni kennir mér margt. Betri líkamleg og andleg líðan kom fljótt í ljós eftir að ég byrjaði að iðka og varð til þess að Ashtanga Yoga varð strax partur af daglegri rútínu og mínu lífi.“

Sthira sukham asanam (Yoga Sutra 2.46)
Asana is a steady, comfortable posture

“You can take practice. Don’t talk.” – Sri K. Pattabhi Jois

——- ——- ——- ——- ——- ——- ——- ——-

Anna has practiced Ashtanga Yoga since 2007, or ever since the day she walked into a Ashtanga Yoga introductory course at Yoga Shala Reykjavík. In 2012- 2013 Anna completed a teacher training (RYT200) with Ingibjörg Stefánsdóttir and has since then taught at Yoga Shala Reykjavík. From 2014 Anna has also taught yoga to students at Iceland Academy of the Arts, Department of Performing Arts.

Anna seeks guidance from teachers who follow the traditions of Sri K. Pattabhi Jois and his guru Sri T. Krishnamacharya. Petri Räisänen (authorized level 2) is the Ashtanga Yoga teacher who has influenced Anna the most in recent years.

“The tradition, lineage, connection between movement and breathing in addition the asana is what attracts me to the Ashtanga Yoga method. To be able to have a space to breath, move in my own flow and meet myself in a different asanas has taught me immensely about myself.”

Sthira sukham asanam (Yoga Sutra 2.46)
Asana is a steady, comfortable posture

“You can take practice. Don’t talk.” – Sri K. Pattabhi Jois Jois


ÁSA SÓLEY SVAVARSDÓTTIR


Ég var mikið í dansi þegar ég var yngri, þá mest í jazzballett og svo í mörg ár í Afró í Kramhúsinu. Einnig hef ég verið í ýmsum jaðaríþróttum eins og snjóbretti, klifri og mótorcrossi. Það var svo ekki fyrr en 2009 sem ég var loksins tilbúin til að prufa yoga.  Ég byrjaði á Hot Yoga og ég varð alveg heilluð eftir fyrsta tímann og það var ekki aftur snúið. Yoga hjálpar mér að einbeita mér, að anda og að vera ánægðari með sjálfa mig og lífið.
Ég æfi sjálf Ashtanga Vinyasa Yoga í Yoga Shala hjá þeim frábæru kennurum þar og Barkan Method Hot Yoga.

Í apríl 2013 útskrifaðist ég sem yogakennari frá Yoga Shala með Ingibjörgu Stefánsdóttur sem aðalkennara og þar fékk ég líka að læra hjá öðrum mögnuðum kennurum, Julie Marting og Ryan C Leier sem kenndu mér mikið.

Árið 2014 fékk ég svo kennararéttindi í Barkan Method Hot Vinyasa frá Jimmy Barkan. Að skrá mig í yogakennara námið var án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið og það kom sjálfri mér á óvart hvað ég hef ótrúlega gaman af því að kenna öðrum yoga. Það gefur mér ótrúlega mikið af fá að leiða hóp af fólki í gengum yogatíma og sjá það komast dýpra og dýpra inní sína yogaæfingu.


KLARA KALKUSOVA


Klara started practicing yoga with her teachers at Himalaya yoga valley centre in Cork, Ireland in 2012 and has been dedicated to her practice since the  very first class and she never looked back. Klara quickly realized that yoga wasn’t just about the physical benefits, yoga left her feeling happier and more balanced. After two years of studying with Lalit Kumar and Lisa Fahy she was on the way to India to study the eight limbs of Ashtanga yoga with Lalit at his 200hr TTC in  Himalaya yoga valley centre in Goa. Her love and respect for yoga deepened immensely during that month. Qualifying as a teacher was just a beginning of a lifelong journey for we are all forever students in this anscient science.  
She’s been sharing her practice ever since.  She was a teacher at a retreat centre in Siem Reap, Cambodia and then at a women’s spa in Kampot, Cambodia. She introduced yoga to the students of a primary and secondary school in a Himalayan village in Nepal where she volunteered and has been giving private lessons in Ireland, India, US and now Iceland, combining yoga with Reflexology as she’s been a practicing Reflexologist since 2010.
Klara understands that her students come to yoga for different reasons and her role is to create a safe environment where everyone can learn how to honor their body at their own pace without judgment and criticism. She puts emphasis on correct alignment, enhancing poses with adjustments and she offers modifications and the use of props to make yoga accessible for every body. She believes anyone can practice yoga regardless of age, shape, strength, flexibility…
Klara has an adventurous heart, she has been traveling the world for a decade but it feels like yoga gave her travels a different purpose. Regular practice keeps her grounded and balanced wherever she is and she feels very blessed to be able to share her love for yoga with others around the world. She moved to Iceland only recently and is delighted to be part of the amazing yoga community in Reykjavik and to teach along great teachers at Yoga Shala.LAUFEY STEINDÓRSDÓTTIR


Ég er móðir þriggja dætra og hjúkrunarfræðingur að mennt. Árið 2013 var
viðburðarríkt ár í mínu lífi því þá tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að segja upp
starfi mínu á Landspítalanum og fara í innra ferðalag. Þá hófst hin mikla leit að
sjálfri mér og mínum sanna tilgangi. Áhugi minn á heilsusamlegum og grænum
lífsstíl varð til þess að ég hóf nám í Heilsumeistaraskólanum og eignaðist ég þar
yndislega vinkonu sem kynnti mig fyrir jóga í Yoga Shala. Ég fór í minn fyrsta
Vinyasa tíma hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur árið 2014 og það var mikið gæfuspor á
minni vegferð. Upplifunin var einstök og hefur jóga, hugleiðsla og djúpslökun
fært mér meira jafnvægi og vellíðan. Jógaástundun mín hefur aukist jafnt og þétt
og hefur líkamlegur og andlegur styrkur aukist til muna ásamt betri einbeitingu
og úthaldi .
Í lok árs 2016 útskrifaðist ég sem Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute
sem er viðurkennt nám af Yoga Alliance. Ég kenni Amrit Method of Yoga Nidra
sem er liggjandi, leidd hugleiðsla og djúpslökun. Aðferðin fær okkur til að kyrra
hugann, tengjast inn á við og sleppa tökunum. Sem stendur er ég í
jógakennaranámi í Yoga Shala og mun útskrifast með 200 tíma Yoga Alliance
réttindi í lok september 2017. Ég hef einnig sótt ýmis námskeið og workshop
sem öll hafa styrkt mína jógaástundun og veitt mér mikinn innblástur. Má þar
nefna Lucas Rockwood og Mark Robberds.

Sem hjúkrunarfræðingur hef ég komið víða við á Landspítalanum og aðallega
unnið við bráða- og gjörgæsluhjúkrun. Einnig hef ég starfað og lært við
Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Í gegnum starf mitt við hjúkrun hef ég séð
hvernig streita og lífstíll getur haft neikvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega
heilsu. Ég er þess fullviss að jóga í hvaða formi sem er geti stuðlað að meiri
vellíðan og haft heilsufarslegan ávinning í för með sér. Ég á þann draum að sjá
jóga, hugleiðslu og djúpslökun í meiri mæli inní heilbrigðiskerfi framtíðarinnar.
Vonandi mun sá draumur rætast.
True service, done with love is self-fulfilling
(Yogi Amrit Desai).