Viðburðir og námskeið

Journey Throguh the Chakras

“Matter without spirit is a corpse, Spirit without matter is a ghost” – Marion Woodman.

Komdu með í ferðalag um orkustöðvar líkamans á þessu 6 skipta námskeiði með Klöru Ka í Yoga Shala. Námskeiðið mun gefa iðkendum tækifæri á að kynnast hinum fornu fræðum yoga, virkja innri kraftinum á bakvið jógastöðurnar og læra að notfæra sér hann í daglegu lífi.

Unnið verður með hverja orkustöð fyrir sig frá rótinni og upp og verður farið í líkamsstöður, öndun og hugleiðslu samhliða þeirri vinnu.

Námskeiðið verður kennt á þriðjudags og fimmtudagskvöldum frá 18.sept – 4.okt frá kl.20:00 – 21:30. Hentar bæði byrjendum og iðkendum sem eru lengra komnir.

Skráning: gegnum Mindbody hlekk:

Skráning: yoga@yogashala.is
Fyrirspurnir varðandi námskeiðið klara.kalkusova@gmail.com

Verð: 22.900 ISK
(Innifalið í verði er mánaðarkort í Yoga Shala að verðmæti 13.900 kr.)
________________________________________________
*english

“Matter without spirit is a corpse,Spirit without matter is a ghost” – Marion Woodman.

Join Klara Ka for a journey through the Chakras on this 6 class course where you will get the chance to explore and get in touch with the energy centres of the body. The course is designed to give practitioners a better understanding of the energy aspect behind the asana practice. Working with the subtle energy of each chakra from the root up and integrating that knowledge with the asana (postures), breath work and meditation.

The course will take place from Sept.18th – Oct.4th on Tuesday’s and Thursday evenings from 20:00 – 21:30.
Sign up: yoga@yogashala.is or get information
klara.kalkusova@gmail.com

Price: 22.900 ISK
(Included is one month unlimited card at Yoga Shala worth 13.900 kr.)

Yoga fyrir Stirða Stráka

Yoga fyrir Stirða Stráka er grunnnámskeið fyrir herramenn á öllum aldri sem vilja læra undirstöðuatriðin í yoga.  Farið verður vandlega í öndun (pranayama), grunnstöður (asana), hreyfingar, tækni og alltaf boðið upp á góða slökun í lokin. Þá verður Yoga heimspeki einnig kynnt (Yamas).

Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur (6 skipti) og fer fram tvö virk kvöld í viku frá kl.20:00 – 21:30. Næsta námskeið hefst:

Mánudaginn  24.september

Kennari og hugmyndasmiður námskeiðsins er Tómas Oddur Eiríksson en hann býr yfir 7 ára reynslu og er einn eigenda Yoga Shala Reykjavík. Aðstoðarkennari er Jón Þorgeir Kristjánsson.

Verð: 23.900 ISK (Innifalið í gjaldi er kennsluhefti og mánaðarkort í stöðina að verðmæti 13.900 kr.)

Sendið línu á tomas@yogashala.is eða smellið hér til að skrá ykkur.

Ashtanga Vinyasa Yoga – Grunnnámskeið

Vinsælu grunnnámskeiðin okkar í Ashtanga Yoga hefjast eru haldin reglulega.
Námskeiðin eru ætluð öllum sem hafa áhuga á að iðka jóga. Hvort sem það eru byrjendur (þeir sem aldrei hafa mætt í jógatíma) eða þeir sem vilja dýpka iðkunina og fræðast meira.

Upplýsingar
3ja vikna námskeið (6 skipti)

Innifalið
6 tímar í lokuðum hópi með reyndum kennara ásamt aðgangur að Facebook hóp þar sem hægt er að leita eftir frekari aðstoð t.d. við að finna réttu tímana í stundarskrá sem passa með námskeiðinu, fróðleik, heimavinnu, hvatningu ofl.
Með námskeiðinu fylgir einnig mánaðarkort í Yogashala sem veitir aðgang í alla tíma í stundarskrá.

Á grunnnámskeiðinu er farið vel í eftirfarandi þætti og stuðst við Ashtanga Yoga frá Patanjali yoga sutras eða 8 skrefin í jóga.

Pranayama (öndun)

Í Ashtanga Yoga er notuð Ujjayi Pranayama öndun. Á þessu grunnnámskeiði munum við kenna vel þessa öndun og þjálfa hana í jógastöðunum. Ujjayi Pranayama öndun róar m.a. taugakerfið og hitar okkur innan frá og út svo að minni líkur eru á meiðslum.

Asanas (jógastöður)

Við förum yfir hvernig Ashtanga Yoga (1. serían) er uppbyggð. Kennum vel grunninn í hverri jógastöðu, hvað við erum að vinna með hverju sinni og hvað staðan gerir fyrir okkur.

Drishti (fókus punktur)

Það er mikilvægt að draga skilningarvitin inná við þegar við iðkum jóga og reyna að róa hugann. Í Ashtanga Yoga hefur hver staða sinn eigin fókuspunkt eða Drishti. Fókuspunkturinn er partur af stöðunni og hjálpar okkur til að fara enn dýpra inná við.

Yamas & Nyamas (fyrstu 2 skrefin af 8 frá Patanjali)

Við skoðum aðeins eða opnum gluggan að heimspekinni, 8 skrefin í jóga. Hvað við tökum með okkur inná mottuna og hvernig jóga iðkun (á mottunni) getur haft áhrif á okkar daglega líf og jafnvel orðið að lífstíl.