Viðburðir og námskeið

Grunnur fyrir stirða stráka


Velkominn í Yoga-Grunn fyrir Stirða Stráka!

Um er að ræða opna vinnustofu (workshop) fyrir stráka á öllum aldri, stirða og óstirða sem hafa áhuga á að kynnast yoga.

Farið verður ítarlega í öndun og grunntækni. Þá verða helstu hreyfingar og stöður kynntar ásamt heimspeki og hugleiðslu. Vinnustofunni lýkur með djúpri slökun.

Vinnustofan er tilvalin upphitun og kynning á aðal-námskeiðinu sem hefst viku síðar, þann 26.sept. Velkomið að taka annað hvort vinnustofuna eða námskeiðið, eða bæði.

Þriðjudaginn, 19. september milli 20:00 og 22:15.

Verð: 3900 ISK
Skráning er óþörf en fyrirspurnir má senda á tomas@yogashala.is
Mottur og sturtur á staðnum!


Byrjendanámskeið


Á byrjendanámskeiði er farið í helstu undirstöður Ashtanga vinyasa yoga. Öndun – ujjayi pranayama, drishti – hvert þú beinir augunum í yogastöðunum til að halda einbeitingu, bandhas – líkamslásar, asana – líkamsæfingar, yogaheimspeki og möntrur.

Byrjendanámskeið í Yoga Shala gefa iðkendum frábæran grunn fyrir allt yoga. Breytingin sem á sér stað frá fyrsta tímanum og að síðasta á aðeins fjögurra vikna tímabili er ótrúleg.

Á meðan byrjendanámskeiðinu stendur er nemendum frjálst að mæta í alla opna tíma í Yoga Shala.

Kennt er tvisvar í viku og fjórar vikur í senn (8 skipti) á mánudags og miðvikudagskvöldum kl 20:00 – 21:15. Námskeiðið hefst 4. September.

Verð: 22.900 kr.

Skráning á yoga@yogashala.is.


Yoga fyrir stirða stráka

Tómas Oddur Eiríksson yogakennari býður upp á grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu fyrir herramenn 18 ára og eldri. Stirðir og stífir strákar eru boðnir sérstaklega velkommnir. Námskeiðið er þó opið öllum þeim herramönnum sem vilja auka liðleika og hreyfigetu, kyrra hugan og ná djúpri og góðri slökun.

Námskeiðið er 6 skipti og fer fram á þriðjudags og fimmtudagskvöldum milli kl.20:00-21:15. Næsta námskeið hefst 26. September 2017.

Verð: 20.900 kr.

*frítt í alla tíma Yoga Shala á meðan á námskeiði stendur

Skráning á tomas@yogashala.is