Viðburðir og námskeið

Divine Sleep® Yoga Nidra Kennaranám – Jennifer Reis 15. – 19. Maí 2019.

Yoga Shala Reykjavík kynnir 40 klst. Yoga Nidra djúpslökunar Kennaranám með Jennifer Reis sem verður haldið dagana 15.-19.Maí 2019.

Kennt verður frá kl.08:30 – 16:30 alla dagana með klukkutíma hléi í hádeginu s.s. 7 námsstundir á dag. Þá er gert ráð fyrir 5-6 klukkustundum í heimavinnu á námskeiðinu.

Verð 99.000 kr.  Kennsluhefti innifalið. Námskeiðslýsingu er að finna hér að neðan á ensku.

Skráning: Fullt nafn og símanúmer á namskeid@yogashala.is

Námskeiðslýsing

Fyrir yogakennara, meðferðaraðila, ráðgjafa, heilbrigðisstarfsfólk, foreldra og alla þá sem hafa áhuga á að leiða aðra í slökun til heilunar. Það eru engin skilyrði um að þú þurfir að vera yogakennari til að taka námið.

40 klst vottuð kennsla. 40-CE Yoga Alliance einingar, heildræn yoga meðferð og fleira. Innifalið í námskeiði er 200 bls. handbók. Þátttakendur fá afhent skírteini að loknu námi.

Divine Sleep® Yoga Nidra er mótvægi við hraða nútímans. Í þessari hugleiðsluaðferð þarft þú ekki að gera nokkurn skapaðann hlut annað en að leggjast niður og hlusta á meðan þú gefur þér leyfi til þess að slaka á, upplifa heilun og breytingu á öllum þínum tilverustigum (e. level of being). Öðlastu færni til þess að geta leitt aðra inn í djúpa slökun þar sem viðkomandi upplifir meira frelsi og heilbrigði en hann hefur nokkurn tímann getað hugsað sér. Jennifer Reis, stofnandi Divine Sleep® Yoga Nidra® and Five Element Yoga® mun leiða þig skref fyrir skref í gegnum námið af mikilli hæfni.

 • Lærðu að næra sjálfa/nn þig og aðra á djúpstæðann hátt.
 • Kynntu þér hvar Yoga Nidra stendur innan yoga sögunnar og vísinda vesturlanda.
 • Upplifðu vitund undrunar og sköpunarkrafts.
 • Uppgötvaðu hvernig hægt er að hanna áhrifamikla alhliða yogatíma og vinnustofur.
 • Ræktaðu með þér eiginleika góðrar raddbeitingar og hraða. Skoðaðu tónlist, líkamsstöður og hjálparhluti (e. props).
 • Þróaðu hæfni þína með æfingu og með því að leiða aðra.

Þú munt verða fullhæf/ur í að leiða þessa frábæru aðferð sem endurnærir skynfærin og gefur leyfi til að upplifa og njóta lífsins fyllilega með kerfisbundinni hugleiðslu í gegnum koshunar (e. the koshas) – í formi hinnar líkamlegu, orkulegu, huglægu, tilfinningalegu, vitnis og sælu. Divine Sleep® Yoga Nidra er ein af þeim þægilegustu og aðgengilegustu yoga aðferðum sem til eru og mun hún verða í uppáhaldi hjá iðkendum þínum.

Jennifer bjó til Divine Sleep® Yoga Nidra kennaranámið svo hún gæti kennt allt það sem er nauðsynlegt og gagnlegt fyrir það fólk sem langar að leiða sjálft sig og aðra inn í Yoga Nidra. Innifalið í náminu er 200 blaðsíðna handbók sem inniheldur ítarlegar upplýsingar og innblástur til þess að skilja vandlega Divine Sleep® Yoga Nidra og notkun þess.

Divine Sleep® Yoga Nidra námið notast við að kenna með allra-skynfæra nálgun (e. all-senses approach) til þess að ná til sem flestra. Fyrirlestur með power point sýningu, umræður, að þiggja og kenna Yoga Nidra tíma, ásamt leiddum yoga tímum þar sem líkamsstöður eru teknar sérstaklega fyrir. Það gefst tími til þess að endurspegla, melta efnið og ná utan um helstu atriði fimm kosha stig tilveru og stig Yoga Nidra.

Velkomin í Divine Sleep® Yoga Nidra – mótvægi við hraða nútímans! Þú munt klára námið með miklu sjálfsöryggi, áhugasemi og gleði yfir því að geta veitt öðrum þessa gjöf.

Jennifer Reis er ákveðin í því að veita aðgengilegt aðhliða Divine Sleep® Yoga Nidra® vottað kennaranám sem einblínir á fræðslu, þekkingu, lærdóm sem dreginn er af upplifun og reynslu, samkennd og heilleika sem miðlar hinum sígildu dyggðum og venjum yogískrar heimspeki. Áhersla er lögð á að virkja og efla nemendur í að flétta þessari tímalausu aðferð inn í líf þeirra og starf svo þeir geti deilt út boðskapnum um Yoga Nidra í þeirra samfélagi, til þeirra nemenda, vina og fjölskyldu.

Sérstæðir eiginleikar Divine Sleep® Yoga Nidra eru:

 • Hægt að aðlaga að hverjum sem er.
 • Átta stiga ferðalag byggt á korti fimm kosha sem er fengið úr Upanishads ritunum.
 • Notast við opna frásögn sem býður þátttakendum að koma með sína eigin upplifun inn í ferðalagið með því að taka eigin ákvarðanir á leiðinni.
 • Notast við öll skynfærin, heildar tilveruna og öll stig hugans.
 • Getur notast við yogískar fyrirmyndir eins og orkustöðvarnar (e. chakras), doshurnar, frumefnin (e. elements), vayus, marmas, hljóðheilun og fleira.
 • Stuðst er við listræn náttúruþemu sem hjálpa til við að jafnvægistilla innri frumefni.

Meira um Jennifer: https://jenniferreisyoga.com

*english

Divine Sleep® Yoga Nidra Teacher Training
For yoga teachers, therapists, counselors, health professionals, parents, and everyone interested in guiding others to relax and heal. You do not need to be a yoga teacher to do this training.

40-hour Certificate Training. 40-CE credits Yoga Alliance, Integrative Yoga Therapy and others. Includes 200-page manual. Participants receive a certificate upon completion of the training.

Divine Sleep® Yoga Nidra is the antidote for modern life. In this meditation practice, there is nothing required but to lie down and listen while you relax, heal and transform within every level of being. Gain the skills you need to lead others into greater levels of freedom and health than they ever imagined possible. Jennifer Reis, the creator of Divine Sleep® Yoga Nidra® and Five Element Yoga® skillfully guides you every step of the way.

• Learn how to deeply nourish yourself and others.
• Explore yoga nidra within the depths of yoga tradition and Western science.
• Awaken a sense of wonder and creativity.
• Discover how to craft effective and comprehensive classes and workshops.
• Cultivate voice quality, pace, and explore music, postures and props.
• Develop your skills with practice and leading others.

You will become skilled at leading this inspired practice that revitalizes the senses, allowing life to be fully lived and enjoyed by systematically meditating through the koshas—the physical, energetic, mental, emotional, witness, and bliss levels of being. Divine Sleep® Yoga Nidra is one of the most accessible and inclusive forms of yoga and will become a favorite for your students and clients.

Jennifer created Divine Sleep® Yoga Nidra Teacher Training to embody and transmit everything that is necessary and practical for people who desire to lead themselves and others in yoga nidra. The training includes a proprietary 200-page manual containing detailed information and inspiration for understanding thoroughly Divine Sleep® Yoga Nidra and its applications.

Divine Sleep® Yoga Nidra Teacher Training is taught using an all-senses approach to speak to every learning style. Lecture with power point, discussion, receiving and delivering yoga nidra sessions, as well as guided yoga posture practice and time to integrate and reflect, allow you to embody key concepts of the five kosha levels of being and stages of yoga nidra.

Time of course will be from 8:30 am – 4:30 pm all days with a noon brake so in total 7 hours per day. 5-6 hours homework.  Early bird price is $775 (USD). Regular price after april 1st. $815 (USD).

Registration: Email full name and phone number to namskeid@yogashala.is

More about Jennifer: https://jenniferreisyoga.com

________________________________________________________

Divine Sleep® Yoga Nidra Journey with Jennifer Reis (1,5 hour workshop) May 18th at 2-3:30 pm

Jennifer Reis býður upp á opinn Yoga Nidra tíma í Yoga Shala Reykjavík 18.maí kl.14 – 15:30.  Skráning á namskeid@yogashala.is

Jennifer Reis, faculty at Kripalu Center, will be at Yoga Shala leading this special workshop on one of the most accessible forms of yoga and meditation — Divine Sleep® Yoga Nidra. You will learn about Divine Sleep®, how it works and why it is so powerful; and be guided in a deep and restful Divine Sleep practice.

There is nothing required of you but to lie down and listen, giving yourself permission to rest, balance and restore.

• Welcome to Divine Sleep® Yoga Nidra, the antidote for modern life.
• Experience deeper levels of inner relaxation than you ever imagined possible.
• Give yourself permission to rest, balance and restore, tapping into new sources of energy.
• This inspired meditation practice will awaken your whole being, allowing you to enjoy life fully.
• There is nothing required of you but to lie down and listen. – you deserve to feel this good!

Register by sending an email with your full name to this address: namskeid@yogashala.is


Yoga fyrir Stirða Stráka

Yoga fyrir Stirða Stráka er grunnnámskeið fyrir herramenn á öllum aldri sem vilja læra undirstöðuatriðin í yoga. Farið verður vandlega í öndun, grunnstöður, hreyfingar, tækni og alltaf boðið upp á góða slökun í lokin. Þá verður Yoga heimspekin einnig kynnt.

Námskeiðið miðar að því hjálpa mönnum að liðkast og styrkjast bæði líkamlega og andlega.

Námskeiðstímabilið stendur yfir í 3 vikur (6 skipti alls) og fer fram tvö virk kvöld í viku frá kl.20:00 – 21:30. Næstu námskeið verða:

1) 27.ágúst – 12.sept 2019 (þriðjudags og fimmtudagskvöld)

2) 7. – 23. Október (mánudags og miðvikudagskvöld)

3) 19.nóv – 5.des (þriðjudags og fimmtudagskvöld)

Forsprakki og kennari þessa vinsæla námskeiðs er Tómas Oddur Eiríksson en hann býr yfir 9 ára reynslu og er einn af eigendum Yoga Shala Reykjavík. Aðstoðarkennari er Jón Þorgeir Kristjánsson.

Verð: 23.900 ISK (innifalið kennsluhefti)

Skráning á namskeid@yogashala.is og fyrirspurnir til tomas@yogashala.is

Yoga fyrir Stirða Stráka 2 – Framhaldsnámskeið

Yoga fyrir Stirða Stráka 2 er framhaldsnámskeið fyrir herramenn á öllum aldri sem hafa einhvern grunn í yoga og vilja læra meira. Tilvalið framhald fyrir þá sem hafa tekið Yoga fyrir Stirða Stráka 1 Grunnnámskeið en þó ekki skylda.

Farið verður dýpra í öndunaræfingar, hreyfingar, tækni og nýjar stöður kynntar til leiks eins og t.d. höfuðstaðan. Alltaf verður boðið upp á góða slökun í lokin. Þá verður Yoga heimspeki Niyama fræðanna einnig kynnt.

Framhaldsnámskeið verða auglýst sérstaklega.

Verð: 23.900 ISK

Skráning á namskeid@yogashala.is

Kvennakraftur

Námskeið fyrir konur sem muna kraftmeiri útgáfu af sjálfri sér og vilja endurheimta fyrri styrk.

Hvaða öldurót sem lífið hefur boðið upp á, ætti þetta námskeið að bjóða öruggan stað til að kynnast verkfærum til vellíðunar og uppbyggingar. Helga gekk sjálf í gegnum kulnun haustið 2016 og þekkir á eigin skinni hvernig er að byggja sig upp eftir áfall sem slíkt.

Notaðar verða aðferðir og verkfæri úr ýmsum áttum sem stuðla að aukinni hugarró. Í hverjum tíma er farið í styrkjandi og liðkandi yogaflæði sem endar á djúpri og góðri slökun.

Kennari námskeiðsins er Helga Snjólfs sem hefur stundað yoga meira og minna í 20 ár. Hún mun bjóða aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem finna má fróðleik, heimavinnu, hvatningu og fleira.

Verð: 26.900 kr.

Skráning með tölvupósti á namskeid@yogashala.is. Sendið fullt nafn, netfang og símanúmer með.
Fyrirspurnir sendist á helgas@yogashala.is.

Kennt verður í 8 skipti, þriðjudaga og fimmtudaga kl.14:30-15:45 í 4 vikur.