Viðburðir og námskeið

Yoga fyrir Stirða Stráka

Hið geysivinsæla grunnnámskeið Yoga fyrir Stirða Stráka I hefst á nýju ári fimmtudaginn þann 4.janúar í Yoga Shala.

Námskeiðið er fyrir herramenn á öllum aldri sem vilja kynnast yoga, liðka líkaman og læra að kyrra hugan. Farið verður í öndun, grunnstöður, hreyfingar, heimspeki og alltaf boðið upp á góða slökun í lokin. Stirðir og stífir strákar sérstaklega velkomnir!

Námskeiðið mun fara fram á fimmtudags og þriðjudagskvöldum milli 20:10 – 21:25 (6.skipti).

Kennari og hugmyndasmiður námskeiðsins er Tómas Oddur Eiríksson en hann býr yfir 7 ára reynslu og er einn eigenda Yoga Shala.

Verð: 20.900 ISK (Innifalið í gjaldi er mánaðarkort í stöðina að verðmæti 13.900 kr.)

Skráning hér
Smellið hér til að spyrjast fyrir