Viðburðir og námskeið

Sumartilboð Yoga Shala

Í sumar er hægt að fá mánaðarkort fyrir 10.000 kr sem gildir fyrir tímabilið Júní, Júlí eða Ágúst! Smellið hér til að kaupa tilboð.

Julie Martin í Yoga Shala

Eigandi og aðalkennari Brahmani Yoga á Indlandi Julie Martin kemur til landsins í ágúst 2017. Julie hefur þjálfað mikið af kennurum Yoga Shala og haft mikil áhrif á þeirra kennsluaðferðir og tækni.  Julie mun halda námskeið í þremur hlutum sem eru ætluð kennurum, kennaranemum og þeim sem hafa áhuga á að vinna með byrjendur í yoga. Julie mun einnig kenna opna vinyasa jógaflæðitíma og bjóða upp á danshugleiðslu sem er opið fyrir alla.

Föstudagur 11.ágúst kl.13:00 – 17:00 – “Working with beginners – Basic and beginners flows to break down easily”.(Grunnatriðin brotin niður fyrir byrjendur á einfaldan hátt). Verð 6000 kr.

Laugardagur 12.ágúst kl.13:00 – 17:00 “Working with beginners – Looking at limited mobility and elderly students” (Takmörkuð hreyfigeta og eldri iðkendur). Verð: 6000 kr.

Sunnudagur 13.ágúst kl.13:00 – 17:00 “Working with beginners – Clarity in communication, skills to make classes more accessible to newer students and those with limited mobility” (Skýrleiki í kennslu og leiðir til að gera jógatíma aðgengilegri fyrir byrjendur og fólk með takmarkaða hreyfigetu). Verð: 6000 kr.

Öll helgin (fös, lau og sun) Verð: 15.000 kr.

Skráning á yoga@yogashala.is

Sacred Dance / Danshugleiðsla

Sunnudagur 13.ágúst kl.18:00 – 20:00. “Sacred dance”

Við erum sífellt að tjá okkur með líkamanum. Vanar okkar, kækir og hinar ýmsu hreyfingar segja sögu um okkur sem við erum kannski ekki meðvituð um. Þegar við leyfum líkamanum að flæða í dansandi hugleiðslu eigum við hann samtal sem getur hjálpað okkur að sjá þær andlegu og líkamlegu skilyrðingar sem við höfum orðið fyrir og sleppt tökum af þeim. Danshugleiðslan með Julie er könnunarleiðangur innávið þar sem við finnum frelsið til að leyfa dansinum að rísa úr djúpi verunnar.

Verð: 3000 kr. Skráning á yoga@yogashala.is

Opnir tímar með Julie

Föstudagur 11.ágúst kl.17:30 – Vinyasa jógaflæði

Laugardagur 12.ágúst kl.10:30 – 12:30 – Vinyasa jógaflæði og pranayama

Sunnudagur 13.ágúst kl.10:30 – 12:30 Vinyasa jógaflæði og pranayama

Mánudagur 14.ágúst kl.18:00 – 19:30 Vinyasa jógaflæði

Miðvikudagur 16.ágúst kl.18:00 – 19:30 Vinyasa jógaflæði

Stakur tími: 2200 kr. (Frítt fyrir korthafa)

Yoga fyrir stirða stráka

 

Tómas Oddur Eiríksson yogakennari býður upp á grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu fyrir herramenn 18 ára og eldri. Stirðir og stífir strákar eru boðnir sérstaklega velkommnir. Námskeiðið er þó opið öllum þeim herramönnum sem vilja auka liðleika og hreyfigetu, kyrra hugan og ná djúpri og góðri slökun.

Námskeiðið er 6 skipti og fer fram á mánudags og miðvikudagskvöldum milli kl.20-21:15. Næsta námskeið hefst í maí/júní 2017.

Verð: 18.900 kr.

*frítt í alla tíma Yoga Shala á meðan á námskeiði stendur

Skráning á tomas@yogashala.is

Byrjendanámskeið


Á byrjendanámskeiði er farið í helstu undirstöður Ashtanga vinyasa yoga. Öndun – ujjayi pranayama, drishti – hvert þú beinir augunum í yogastöðunum til að halda einbeitingu, bandhas – líkamslásar, asana – líkamsæfingar, yogaheimspeki og möntrur.

Byrjendanámskeið í Yoga Shala gefa iðkendum frábæran grunn fyrir allt yoga. Breytingin sem á sér stað frá fyrsta tímanum og að síðasta á aðeins fjögurra vikna tímabili er ótrúleg.

Á meðan byrjendanámskeiðinu stendur er nemendum frjálst að mæta í alla opna tíma í Yoga Shala.

Kennt er tvisvar í viku og fjórar vikur í senn (8 skipti) á þriðjudags og fimmtudagskvöldum.

Verð: 21.900 kr.

Skráning á yoga@yogashala.is.


Framhaldsnámskeið

Boðið verður upp á framhaldsnámskeið í Ashtanga Vinyasa helgarnar 18. og 19.mars og 1. og 2.apríl (laugardag og sunnudag) frá kl.13-15.

Farið verður lengra inn í seríuna, í sitjandi stöður, mikilvægi orkulása, drhisti og fleira.

Verð 21.900 kr.

Skráning með tölvupósti á yoga@yogashala.is

Kennaranám/2017


Jógakennaranám Yoga Shala hefst 10. febrúar 2017 og stendur fram í september 2017.  Til grundvallar er Ashtanga Vinyasa Yoga en nemendur læra einnig að búa til sinn eigin jógaflæði tíma (vinyasa flow). Þá fá nemendur einnig að læra anatómíu, yoga nidra, yoga heimspeki, slökun og snertingu, gera heimaverkefni og fl. Námið felur í sér sjálfskoðun og mikið persónulegt ferðalag.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ingibjörgu: ingibjorg@yogashala.is

Verð 470.000 kr

Verð 450.000 kr. (Ef staðgreitt)