Viðburðir og námskeið

Hlýtt Yoga fyrir betra bak

4 vikna námskeið með áherslu á að styrkja bak og kvið og auka liðleika í hryggnum. Farið verður rólega af stað og farið vel í líkamsstöðu og líkamsbeitingu í yogastöðunum. Hver og einn gerir eins mikið og hann/hún treystir sér til og líkaminn leyfir í hvert skipti.

Unnið verður í hlýjum sal, sem er hitaður með innrauðu hitakerfi (e.infrared heating), en það hjálpar líkamanum að hitna, verða mýkri og komast dýpra inn í yogastöðurnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að innrauð hitun hefur reynst jákvæð fyrir einstaklinga sem glíma við gigt og vöðvabólgu.

Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur í yoga og öllum þeim sem þurfa að styrkja miðjuna, bakið, kviðinn og axlirnar og þeim sem eru að glíma við stoðkerfisvandamál í líkamanum.

Námskeiðið er 8 skipti og fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00-21:15, frá 22.ágúst til 14.september.

Kennari : Ása Sóley Svavarsdóttir

Verð: 22.900
Innifalið í námskeiðsgjaldi er 1 mánaðar ótakmarkað kort í Yoga Shala á meðan á námskeiði stendur 🙂

Skráning með tölvupósti á yoga@yogashala.is


Gongnámskeið

Vertu velkomin á fróðlegt námskeið um jógíska hljóðvinnu og tengsl við frumhljóð gongsins.

Við munum fræðast um uppruna gongsins, eðli hljóðsins, hvað þarf að hafa í huga varðandi eigið vitundarástand meðan spilað er, hvernig við getum náð dýpri tengslum við óm gongsins sem heilandi hljómfall og margt fleira.

Allir fá að prófa að spila á gong og að námskeiði loknu fær hver og einn 1 einkatíma til að efla sín tengsl við hljóðfærið og ná meira öryggi.

Kennt verður með eftirfarandi hætti:
1. september – 19:30-21:30
2. september – kl 18:00-21:30
3. september – kl 18:00-21:30

Að hámarki 18 geta sótt námskeiðið að þessu sinni sem verður endurtekið síðar ef áhugi er til staðar.

Verð 13.500,- kr.

Námsefni á íslensku og eintak af gongdiskinum Endurómur friðar fylgir með skráningargjaldi.
Skráning á peaceresound@gmail.com.

Kennari er Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari. Arnbjörg hefur spilað víða á gong á undanförnum árum ásamt því að hafa lært um gongspilun bæði í Bandaríkjunum og af evrópskum kennurum. Bæði á jóganámskeiðum, á viðburðum Jóga í vatni, á vegum ÍTR á ylströndinni í Nauthólsvík, á friðarviðburðum Reykjavík Peace Festival, á friðarverðlaunum Lennon Ono Peace Award, fjölskyldujógaviðburðum í Viðey.

Hún hefur tekið fjölmarga í einkatíma þar sem unnið er með tíðni gongsins sem heilsubót. Hún gaf út geisladiskinn Peace Resound eða Enduróm friðar þar sem spilað er á gong á 7 ólíkum stöðum í íslenskri náttúru.


Byrjendanámskeið


Á byrjendanámskeiði er farið í helstu undirstöður Ashtanga vinyasa yoga. Öndun – ujjayi pranayama, drishti – hvert þú beinir augunum í yogastöðunum til að halda einbeitingu, bandhas – líkamslásar, asana – líkamsæfingar, yogaheimspeki og möntrur.

Byrjendanámskeið í Yoga Shala gefa iðkendum frábæran grunn fyrir allt yoga. Breytingin sem á sér stað frá fyrsta tímanum og að síðasta á aðeins fjögurra vikna tímabili er ótrúleg.

Á meðan byrjendanámskeiðinu stendur er nemendum frjálst að mæta í alla opna tíma í Yoga Shala.

Kennt er tvisvar í viku og fjórar vikur í senn (8 skipti) á mánudags og miðvikudagskvöldum kl 20:00 – 21:15. Námskeiðið hefst 4. September.

Verð: 22.900 kr.

Skráning á yoga@yogashala.is.


Yoga fyrir stirða stráka

Tómas Oddur Eiríksson yogakennari býður upp á grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu fyrir herramenn 18 ára og eldri. Stirðir og stífir strákar eru boðnir sérstaklega velkommnir. Námskeiðið er þó opið öllum þeim herramönnum sem vilja auka liðleika og hreyfigetu, kyrra hugan og ná djúpri og góðri slökun.

Námskeiðið er 6 skipti og fer fram á þriðjudags og fimmtudagskvöldum milli kl.20:00-21:15. Næsta námskeið hefst 26. September 2017.

Verð: 20.900 kr.

*frítt í alla tíma Yoga Shala á meðan á námskeiði stendur

Skráning á tomas@yogashala.is