Um Yoga Shala

Sagan


Yogastöðin Yoga Shala Reykjavík var stofnuð árið 2005 af Ingibjörgu Stefánsdóttur Yogakennara og leikara. Lagt er upp úr að bjóða upp á notalegt, gefandi andrúmsloft í fallegu hlýju umhverfi.

Yoga Shala býður upp á hefðbundið Ashtanga vinyasa yoga frá Ashtanga yoga institute í Mysore, hlýtt yoga – vinyasa flow ásamt kraftmiklum yogaflæðitímum. Í hlýjum og heitum tímum er hitinn þægilegur og fer í mesta lagi upp í 37°C.

Kennarar í Yoga Shala hafa áralanga reynslu sem yogaiðkenndur og kennarar og hafa góða menntun að baki. Erlendir gestakennarar koma mjög reglulega í heimsókn. Sumir halda styttri námskeið, aðrir eru fastir kennarar í lengri tíma.

Boðið er upp á persónulega þjónustu, allir eru velkomnir.


One Yoga samstarf


Árið 2008 þegar Ingibjörg Stefánsdóttir og Ryan C. Leier kynntust hófst samstarf á milli þeirra. Þau eiga það sameiginlegt að hafa ómælda ástríðu á yoga. Ryan finnst fátt betra en að koma til Íslands og kenna í Yoga shala, enda á hann rætur að rekja til landsins.

Yoga Shala reykjavík og One Yoga halda áfram sínu samstarfi, munu Íslendingar og erlendir gestir njóta góðs af.

Ryan er stofnandi One yoga en vinnur einnig að verkefninu Yoga for the youth. Meira um Ryan hér: http://www.ryanleier.com/


Hér erum við


Yoga Shala Reykjavík
Skeifan 7, 3. hæð
108 Reykjavík
S: 553 0203

Sendið okkur línu á yoga@yogashala.is