AÐVENTU ANDI
Kertaljós & KvennaKyrrð
Hugleiðsla og Hátíðarhöld
Næring og Notalegheit
Tími ljóss & friðar
upphaf nýrra siða
JÓLANÁMSKEIÐ MEÐ SALVÖRU
"Hvern sunnudag í aðventunni langar mig að bjóða þér notalegt rými til þess að næra þig, aftengjast samfélagslegu streitunni sem oft myndast á þessum tíma og tengjast þínum innri kjarna, í góðum hópi kvenna.
Aðventu Andi er hugljúft og nærandi ferðalag í gegnum aðventuna, þar sem við komum saman alla sunnudagsmorgna í desember og minnum hvor aðra á hvað það er sem skiptir mestu máli yfir hátíðarhöldin, leggjum áherslu á næringu, afslöppun og hvíld.
Námskeiðið er tækifæri til þess að gefa sjálfri þér dýrmæta gjöf, jafnvel þá allra mikilvægstu - þinn eigin tíma, nærveru og sjálfsumhyggju. Gjöf sem heldur áfram að gefa!
Til þess munum við nota ýmsar aðferðir og æfingar sem hafa nýst mér einstaklega vel síðustu árin, tól sem hafa hjálpað mér að komast aftur í tengingu við sjálfa mig. Æfingar sem styðja sérstaklega taugakerfið og hjálpa okkur að takast betur á við krefjandi tíma.
Þessi tími árs er mis hátíðlegur hjá okkur öllum, einnig mis bjartur og fallegur, raunin hjá mörgum er einfaldlega ekki sú. Því býð ég þér þetta rými í ár til þess að setja tóninn fyrir bæði hátíðarhöldin framundan og nýja árið. Rými til þess að melta árið sem er að líða og lenda með því næsta.
Vertu hjartanlega velkomin kæra kona, vinkona, seiðkona, móðir, amma."
SALVÖR DAVÍÐSDÓTTIR
HVAR
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJAR
Konur sem vilja taka sér stund á aðventunni til að hlúa að sér og næra sig í góðum hópi kvenna.
HVENÆR
3. desember kl. 10:00-12:00
10. desember kl. 13:00 - 15:00
17. desember kl. 10:00 - 12:00
Þú hefur val um að skrá þig á staka
daga eða alla dagana.
Léttar veitingar eru innifaldar í verði.
VERÐ
19.900 KR fyrir allt námskeiðið
7.900 KR fyrir stakan dag
Námskeiðið er opið öllum og þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum í stundarskrá á meðan á því stendur. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
UM KENNARANN
Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yogafræðanna í um 8 ár og unnið í Yoga Shala Reykjavík síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni. Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á sjálfsþekkingu og innri hlustun.