Elma Dögg Steingrímsdóttir

Elma hefur stundað jóga í yfir 10 ár og fór í sitt fyrsta jógakennaranám í norður Indlandi 2019, þar sem hún stundaði nám í Hatha jóga fræðum. Síðan þá hefur hún bætt við sig reynslu og þekkingu í kennslu og sótt ýmis jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið.

Það sem heillar Elmu við jóga eru þau margvíslegu tæki og tól sem ástundun þess hefur gefið henni til að öðlast meira líkamlegt sem og andlegt jafnvægi. Sjálf hefur hún m.a. notað jóga til að hjálpa sér að ná betri tökum á vandamálum í meltingavegi sem hún hefur kljáðst við frá fæðingu.

Elma er einnig með réttindi í Restorative jóga, meðgöngujóga og jóga eftir fæðingu. Hún stundar eins og stendur nám í jóga þerapíu við Yoga Therapy Institute í Hollandi.