GONG FRAMHALD

með Arnbjörgu Kristínu

Fróðlegt helgarnámskeið þar sem þú lærir meira um eðli frumhljóðsins, sögu gongsins, hljóðheilun og mismunandi tegundir af gongum.

VILTU LÆRA MEIRA UM GONG SPILUN?

Helgina 1. og 2. mars mun Arnbjörg Kristín leiða 10 klukkustunda framhaldsnámskeið í gong spilun. Hún mun kenna frekari tækni við spilun og fara dýpra í eðli frumhljóðsins. Hún mun einnig fara yfir margvíslega slætti, hvernig má nota röddun, skoða mismunandi tegundir af gongum, auk þess að fara nánar yfir samspil og hvernig má nota gong við hljóðheilun. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla sem hafa lokið grunnnámskeiði í gongspilun.


Kennslan fer fram milli klukkan 13:00 og 18:00 laugardaginn 1. mars og frá 10:00 til 15:00 sunnudaginn 2. mars í Yoga Shala Reykjavík.


Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo bókið pláss tímanlega!


Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.


FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja kafa dýpra í töfra gongsins


HVENÆR:

  1. og 2. mars 2025


TÍMI:

Laugardag: 13:00 - 18:00

Sunnudag: 10:00 - 15:00


Almennt verð:

32.900 kr.


Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

Um Arnbjörgu Kristínu


Arnbjörg Kristín yogakennari, listakona og hljóðheilari kennir námskeiðið. Hún hefur kennt á gong og spilað víða um heim undanfarin 10 ár og hlakkar til að deila hljóðferðalaginu með þér.


Arnbjörg hefur spilað á gong í heilandi tilgangi fyrir einstaklinga og hópa, á fjölda viðburða, við ýmis tilefni svo sem við fæðingar, í brúðkaupum og kennt gongnámskeið á undanförnum árum.

Skráning á námskeiðið