HEILLAR NÆTUR GONG
Gong Puja
Viðburður sem stendur yfir heila nótt. Arnbjörg Kristín og fleiri góðir gong spilarar láta óminn berast alla nóttina!
VILTU UPPLIFA HEILA NÓTT AF GONG SPILUN?
Gongslökun er lík hugleiðslu að því leyti að hugurinn færist á annað heilabylgjustig meðan það varir og er ætlað að veita hlustanda djúpa slökun og kærkomna hugarró. Hljóðheilun miðar að því að umvefja líkama, huga og sál með heilandi tíðni.
Gong Nóttin hefst kl. 22:30 föstudaginn 20. september og lýkur kl. 07:00 að morgni laugardagsins 21. september. Viðburðurinn er ætlaður þeim sem hafa komið áður í gongslökun og vilja prófa djúpa 8 klst gongslökun í lágum hljóðstyrk. Á viðburðinum koma nokkrir gongspilarar saman og skiptast á að spila yfir nóttina og halda rýmið. Við setjum góðar óskir og von um heilun/bænir á lítið gong puja altari í upphafi kvöldsins. Gott er að skrifa óskirnar á miða og koma með eða gera það í upphafi kvöldsins. Blað og pennar verða á staðnum ef að einhver gleymir.
Vanalega sofa þátttakendur værum svefni yfir nóttina en svefnin getur verið misdjúpur, sumir gætu jafnvel upplifað að vera milli svefns og vöku í djúpslökunarástandi frekar en að sofa. Reynsla hvers og eins er mismunandi en gott er að hafa áður prófað að koma í gongslökun og að hafa upplifað hana sem jákvæða. Iðkenndur ættu að ná að slaka vel á og hvílast en gongtónar yfir nóttina ná sjaldnast þeim hámarkshljóðstyrk sem hefðbundin gongslökun býður upp á, enda þarf að gæta þess að hafa ekki of mikinn hljóðstyrk í svo langan tíma.
Viðburðurinn miðar við frjáls framlög. Tillaga um verð er 4.400 kr (þú getur greitt það verð með því að smella á hlekkinn hér að neðan). Ef þú vilt greiða eitthvað annað verð getur þú tekið frá pláss með því að senda póst á namskeid@yogashala.is
FULLBÓKAÐ
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja kynnast töfrum gong spilunar og upplifa heilun yfir heila nótt.
HEFST:
Föstudaginn 20. september
kl. 22:30 að kvöldi
LÝKUR:
Laugardaginn 21. september
kl. 07:00 að morgni
Frjálst framlag:
4.400 kr (tillaga)
Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
HVAÐ ÞARF ÉG AÐ TAKA MEÐ MÉR?
Komdu með þykka dýnu, þægileg föt og ábreiðu eða jafnvel sæng og kodda ef þú vilt hafa það notalegt. Það er einnig góð hugmynd að taka með vatnsflösku.
UM GONG NÆTUR
Gongnætur hafa verið haldnar á Íslandi frá 2017 að forskrift gongmeistarans Don Conreaux, sem hélt fyrstu gongnóttina árið 2000. Arnbjörg Kristín gongkennari, yogakennari og heilari hefur leitt næturnar og ásamt öðrum gongspilurum við góðar undirtektir bæði í Reykjavík og í Eyjafjarðarsveit.