Halldóra Helgadóttir

Halldóra byrjaði að stunda jóga árið 2018 og fann fljótt hversu djúp áhrif regluleg iðkun hefur á líkama, huga og sál. Árið 2021 lauk hún 200 tíma jógakennaranámi hjá Yoga Shala og hefur síðan lagt metnað í að dýpka þekkingu sína og efla kennslu með áframhaldandi námi.


Auk grunnnámsins hefur hún lokið 120 tíma námi í Yin Yoga, 100 tíma námi í Hatha Yoga og 150 tíma námi í áfallamiðuðu heilandi jóga. Hún er einnig Certified Life Awareness™ Breathwork Instructor og nýtir öndun sem öflugt tæki til að skapa dýpri ró og tengingu í tímum sínum.


Kennsla Halldóru einkennist af hlýju og virðingu fyrir þörfum hvers og eins. Hún leggur áherslu á að skapa rólegt og öruggt rými þar sem iðkendur fá tækifæri til að hlusta á líkamann, næra sig og styrkja á eigin forsendum.