Heillandi Haust

viðburður með Sigrúnu

Finndu mýktina í skammdeginu!

Verið hjartanlega velkomin á viðburðinn Heillandi Haust með Sigrúnu, miðvikudaginn 22. október. Þetta er notaleg og mjúk 2 klukkustunda dekurstund þar sem við blöndum saman bandvefslosun og yin yoga, ásamt því að mynda tengingu við andardráttinn. Þannig náum við að losa um spennu og stuðla að  ró og mildi og fara fallega inn í skammdegið.


Við skoðum hvað hefðbundin kínversk læknisfræði tengir við þennan árstíma á meðan við finnum kyrrðina í löngum og ljúfum yin jóga stöðum. Við leyfum okkur að  bráðna lengra inn í hverja stöðu fyrir sig og njóta viskunnar sem haustið býður upp á.


Við lokum svo tímanum með blíðri hugleiðslu, djúpri slökun og heilandi tónum í gegnum hljóðheilun með kristalskálum og hörpu ásamt fleiri yndislegum hljóðfærum. 


SIGN UP

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan .


FYRIR HVERJA:

Alla sem vilja fara með mýkt inn í skammdegið

HVENÆR:

Miðvikudaginn

22. október 2025


TÍMI:

20:00 - 22:00


Verð:

6.900 kr.


Áskrifendur fá 15% afslátt af viðburðinum. Spurningar: namskeid@yogashala.is


Nánar um Sigrúnu

Sigrún kennir aðallega Yin/Restorative Yoga með blöndu af bandvefslosun og tónheilun, en stekkur þó stundum til og kennir aðra tíma. Hún elskar að nota öll frábæru tólin sem jóga gefur okkur til að hjálpa iðkendum að komast í dýpra samband við sig sjálf og skapa þeim rými til að gefa eftir inn í mýkt og ró.  Auk þess að hafa farið í gegnum mismunandi yoga nám, hefur hún brennandi áhuga á heildrænni heilsu og ver stórum hluta af frítíma sínum í að öðlast frekari þekkingu á því sviði. 



SIGN UP