HLJÓÐHEILUN
með Tinnu Maríu
UPPLIFÐU SLÖKUN Í GEGNUM HLJÓÐ OG TÍÐNI
Hjartanlega velkomin/nn í Hljóðheilun með Tinnu Maríu miðvikudaginn 15. október kl. 20:00! Hljóðheilunin snýst um að koma líkamanum þínum í djúpt og endurnærandi slökunarástand og vinna gegn stressi og streitu. Hljóðheilunin getur jafnvel losað um gamlar og grafnar tilfinningar þar sem tíðnin og hljóðin frá hljóðfærunum vinna beint með frumur líkamans, taugakerfið, líkamsviskuna og undirmeðvitundina!
Hljóð er eitthvað sem þú getur bæði heyrt og fundið fyrir - líkamlega og tilfinningalega. Við þekkjum flest viðbrögðin í daglegu lífi eins og að fá gæsahúð, fella tár eða upplifa gleði eða sorg.
Í Hljóðheilun með Tinnu Maríu færðu að upplifa áhrif tóna og tíðni á líkamann. Hún notar til þess ýmis hljóðfæri s.s. gong, crystal skálar og native american flautu. Hljóðbylgjurnar virkja hvíldar ástand líkamans og koma líkamanum aftur í jafnvægi í gegnum fyrirbrigði sem kallast ómun (e. sympathetic resonance). Þú getur því minnkað stress og streitu ástand í líkamanum, losað um spennu í vöðvum og létt lundina!
Vertu með og upplifðu jákvæð áhrif hljóðheilunar.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja slaka á og gefa eftir í tónheilun
HVENÆR:
Miðvikudaginn 15. október
TÍMASETNING:
20:00 - 21:00
Almennt verð:
4.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
Nánar um Tinnu Maríu
Mín ástríða er að hjálpa fólki að finna innri frið og geta dvalið í jafnvægi og vellíðan í sjálfum sér og sínum líkama. Ég hef unnið með börn jafnt sem fullorðna síða 2007, meðal annars sem meðferðaraðili í fullu starfi. Í gegnum árin hef ég ferðast mikið erlendis til að vinna við höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og stunda nám, aðallega Í USA en einnig Evrópu.
Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um tónlist og tíðni og áhrif hennar á einstaklinginn og byrjaði ég því að vinna með tóngafla 2007. Í gegnum árin hef ég síðan bætt við mig fleiri hljóðfærum sem ég vinn með, bæði sem part af annari meðferð og sér tónheilunar tíma og gong seremoníur og hljóðferðalög.