MÁNAÐARLEG ÁSKRIFT


Yoga Shala Reykjavík er rúmgott jógastúdíó í Skeifunni. Við erum með fallega og bjarta sali með innrauðum hita þar sem í boði eru fjölbreyttir tímar fyrir fjölbreytt fólk. Í Yoga Shala Reykjavík stundar þú heildræna líkamsrækt sem eflir líkamann og hugann í senn. Hvort sem þú leitar eftir mýkt eða styrk, þá færðu tækifæri til að virkja þinn innri kraft og sjálfstraust. Þú ferð á þínum hraða og við verðum með þér á þinni leið. 


Áskriftarkort hjá Yoga Shala Reykjavík gildir í alla opna tíma í stundartöflu og hentar fyrir þá sem iðka reglulega. Verðskrá með öðrum möguleikum má sjá hér.


Mánaðargjald er 12.900 kr. og er 6 mánaða binditími af áskriftinni.

Eftir 6 mánuði heldur áskriftin áfram þangað til óskað er eftir því að hún sé stöðvuð.


Áskriftarhafar fá 15% afslátt af völdum námskeiðum, viðburðum og vinnustofum hjá Yoga Shala Reykjavík.

SKOÐA NÁNAR