JÁKVÆÐNI & JAFNVÆGI
RÓLEGT NÁMSKEIÐ MEÐ SÓLVEIGU
fINNDU JÁKVÆÐNI OG JAFNVÆGI
Jákvæðni & Jafnvægi með Sólveigu er námskeið sem hjálpar þér að auka gleði og koma á jafnvægi og ró innra með þér. Á námskeiðinu kynnist þú mjúkum hreyfingum og hugleiðslu qigong, ásamt því að kynnast djúpum og gefandi jógastöðum og góðum öndunaræfingum.
Jákvæðni & Jafnvægi hefst þriðjudaginn 18. júní. Tímarnir verða fjórir talsins og verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18. til 27. júní kl. 17:15-18:15. Námskeiðið hentar öllum og stöðurnar eru aðlagaðar að hverri og einni manneskju. Hvort sem þú hefur reynslu af jóga eða ekki, ert að stríða við einhver meiðsli eða jafnvel bólgur í líkamanum finnum við réttu stöðuna fyrir þig og þinn líkama.
Jóga æfingarnar eru valdar til að auka orku, bæta líkamsstöðu og lífsgæði. Stöðurnar geta losað um verki, streitu og spennu sem líkaminn geymir og hjálpað til við að koma á tilfinningalegu jafnvægi og róa taugakerfið. Qigong var þróað af kínverskum læknum fyrir um 5.000 árum og er hlutverk þess að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Í Qigong eru notaðar mjúkar hreyfingar, þar sem hugurinn fylgir hverri hreyfingu til að kalla fram hugleiðsluástand. Æfingarnar auka og efla jákvæðni okkar og lífsorku (Qi).
Fylltu þig af meiri jákvæðri orku og komdu jafnvægi á líðan þína og skráðu þig á Jákvæðni & Jafnvægi með Sólveigu.
NÁMSKEIÐINU ER FRESTAÐ TIL HAUSTINS 2024
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja upplifa meiri jákvæðni og jafnvægi í lífinu.
HVENÆR:
FESTAÐ TIL HAUSTS
TÍMI:
þriðju- og fimmtudögum
kl. 17:15 - 18:15
Sólveig er nidra, yin, hatha og krakka jógakennari. Sólveig er með réttindi í tónheilun og orkumeðferð, ásamt því að vera reiki heilari. Sólveig er yogakennari hjá Yoga Shala og hefur haldið fjölda námskeiða og viðburða, sem og verið með yin yoga kennaranám.