KONUR & KULNUN
heilandi yoga námskeið // yoga þerapía
með Ingibjörgu Stefánsdóttur
Tengdu við líkamann og róaðu taugakerfið
Námskeiðið Konur & Kulnun með Ingibjörgu er ætlað konum sem finna fyrir einkennum kulnunar og/eða glíma við kvíða. Námskeiðið stendur í 4 vikur, frá 11. nóvember til 2. desember, og verður á þriðjudögum frá 17:00 - 19:00 í Yoga Shala Reykjavík. Í öruggu, hlýju umhverfi færðu stuðning og leiðsögn til að róa taugakerfið, endurheimta innri kraft og finna tengingu við sjálfa þig á ný.
Í tímum er lögð áhersla á:
- Meðvitaða öndun sem styður jafnvægi og dregur úr spennu
- Mjúkar hreyfingar sem losa álag úr líkamanum og gefa orku
- Hugleiðslu sem stuðlar að innri ró og núvitund
- Skriflegar æfingar sem hjálpa þér að vinna með eigin ferli og efla sjálfsskilning
- Nærandi samtal í hópnum þar sem þú færð stuðning og sameiginlega reynslu
Gefðu þér tíma til að tengjast þér, hlusta inn á við, auka orku og jafnvægi. Smám saman getur opnast rými fyrir meiri ró og vellíðan í daglegu lífi.
Ingibjörg fer í gegnum heilandi og endurnærandi æfingar í lokuðum hóp kvenna í tímunum, auk þess að taka á móti hverri konu í einkatíma/einkaviðtal (að andvirði 20.000 kr). Hópurinn verður takmarkaður við tíu konur til að tryggja að hver kona fái að njóta sín. Það er því betra að bóka pláss fyrr en seinna.
Þú hefur tvo valmöguleika við skráningu á námskeiðið. Þú getur annað hvort valið að kaupa námskeiðið eitt og sér (á 49.900 kr) eða valið að fá námskeiðið með aðgangi að opnum tímum í Yoga Shala Reykjavík (á 59.900 kr). Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar: namskeid@yogashala.is
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7
FYRIR HVERJA:
Þær sem vilja vinna úr kulnun og kvíða og einkennum þeirra
HVENÆR:
11. nóvember - 2. desember
TÍMI:
Þriðjudögum
17:00-19:00
VERÐ:
Námskeið:
49.900 kr
Námskeið + opnir tímar:
59.900 kr
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt
Ingibjörg Stefánsdóttir
Ingibjörg kynntist fyrst yoga árið 1995 þegar stundaði nám erlendis. Hún fór reglulega til Indlands á árunum 2002-2007 til að dýpka skilnings sinn á yogafræðunum og lærði upphaflega Ashtanga vinyasa yoga. Síðan þá hefur hún bætt mikið við þekkinguna með því að fara í gegnum fjölbreytt yoga nám og annað heilsumiðað nám.
Ingibjörg er Jógaþerapisti, hefur lært Vinyasa flæði hjá Brahmani Yoga, bandvefslosun og yin yoga, Yoga Nidra, lokið námi hjá Dr.Gabor Maté í Compassionate Inquiry, er heilsumarkþjálfi og Feminine Power facilitator. Hún hefur reglulega haldið yogakennaranám frá árinu 2008 í Yoga Shala Reykjavík.
