Kyrrð & Cacao
með Heiðrúnu Maríu
Kyrrðarkvöld & Cacao er sannkallað dekur fyrir líkama, huga og sál handleitt af einstakri næmni Heiðrúnu Maríu jógakennara og plöntukennara.
Vertu velkomin/nn í mýktina og kyrrðina.
VILTU NJÓTA CACAO BOLLA, YIN YOGA OG TÓNHEILUNAR?
Kyrrð & Cacao er sannkallað dekur fyrir líkama, huga og sál handleitt af einstakri næmni Heiðrúnu Maríu. Kvöldstundin er leyfir þér að opna líkamann, hugann og andann, finna innri kyrrð og njóta djúprar hvíldar.
Viðburðurinn samanstendur af hjartaopnandi kakó athöfn, djúpum yin jóga stöðum og tónheilunar ferðalagi. Saman vinnur þessi öfluga þrenna djúpt á líkamanum, huganum og andanum.
CACAO, YIN & TÓNAR
Hreint seremonial CACAO frá regnskógum Guatemala er kallaður drykkur guðanna í Mayan ættbálkum suður Ameríku. Þessi drykkur er jafnframt stútfullur af andoxunarefnum, steinefnum, vítamínum og er talinn magnesíum ríkasta planta jarðarinnar. Cacao hefur bæði slakandi áhrif á hug og hjarta og hjálpar þeim sem drekkur það að fara inn í hugleiðsluástand og fara dýpra inná við í hvíld, mýkt, kyrrð og hlustun.
Í YIN JÓGA er unnið með bandvef, liðamót og vöðvafestingar í gegnum kjurrar stöður með hjálp púða, kubba og tíma. Þegar líkamanninn er opnaður á þennan hátt fer af stað bæði líkamlegt og orkulegt flæði.
TÓNHEILUN endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og hugar. Hjálpar til við að hreinsa undirvitundina og losa um stíflur innra með og opna fyrir innri kyrrð. Hér hvílir þú ennþá dýpra og tekur á móti tíðni tónanna.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja vinna á líkamanum, huganum og andanum og finna innri kyrrð.
HVENÆR:
Miðvikudaginn
6. desember 2023
TÍMI:
20:00 - 22:00*
* Húsið opnar 19:45 / Athöfn hefst 20:00
Almennt verð: 6.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is. Ef iðkandi hættir við með skömmum fyrirvara fæst inneign í Yoga Shala að andvirði aðgangsmiðans.
Kyrrð og Cacao er einstakur viðburður sem hefur verið haldinn reglulega með glæsibrag síðastliðin 3 ár með Heiðrúnu. Kakó bolli innifalinn í verði, dýnur, pullur og teppi á staðnum. Það er best að koma á léttum maga (helst að borða ekki 2 klst fyrir), vera í þægilegum, mjúkum og teygjanlegum fatnaði. Þér er velkomið að mæta með eigin bolla undir kakóið.
Ef þú ert með hjartasjúkdóm, á þunglyndis- eða kvíðalyfjum eða með líkamleg meiðsl að láta Heiðrúnu vita fyrir stundina.
Um Heiðrúnu Maríu
Heiðrún María er Jógína, Plöntukennari, Tónfreyja og cacao plöntu leiðsögumaður.. Hún sérhæfir sig í endurtengsl við sjálfið í gegnum brú hjartans með næmni sinni, náttúrutengingu, tónheilun, cacao athöfnum, öndunartækni og jóga.
Um 18 ára aldur byrjaði hún að iðka jóga af miklum krafti og síðan þá hefur lokið 400 klst. YTT með Lucas Rockwood & Alice Riccardi. Í framhaldi af jógaiðkunninni varð Heiðrún hugfangin af afli andardráttarins og hefur lært undir handleiðslu Nicolai Engelbrecht síðan 2019. Ásamt því hefur hún lokið ýmsum námskeiðum samhliða í jógafræðum, qigong, hljóðheilun, orku heilun og cacao plöntu leiðsögn.
Árið 2017 kynnist Heiðrún cacao plöntunni sem leiddi hana í djúpa sjálfskoðun og hefur hún haft djúpstæð áhrif á líf hennar. Síðan 2019 hefur leið hennar legið til Guatemala á hverju ári að læra enn meira um þessa plöntu og vinnur hún djúpt með cacao plöntunni í athöfnum, einkastundum og retreats.
Heiðrún María hefur einstaka næmni og líkamnar hvað það er að vera frjáls í sjálfum sér í sannleika. Hún brennur fyrir því að leiðbeina öðrum heim í hjartað að endurheimta sjálfan sig að lifa í himnaríki á jörðu.