Miðvikukakó með Hönnu
Dragðu þig út úr amstri dagnsins með ljúffengum kakóbolla og hugleiðslu.
VILTU FÁ AÐ NJÓTA TÖFRA KAKÓSINS?
Hanna Klara mun bjóða upp á róandi og hugljúfa kakóstund í hádeginu miðvikudaginn 12. júlí 2023. Miðvikukakó er tilvalið til þess að komast í í meiri kyrrð og draga sig út úr amstri vikunnar. Þú færð tækifæri til að tengjast hjartanu og finna fyrir þeim frið sem ríkir í sál þinni.
Við munum koma saman, lenda í rýminu og tengast andadrættinum. Við fáum svo að njóta töfra kakósins og flæða inní leidda hugleiðslu. Þér er velkomið að mæta í rýmið nákvæmlega eins og þú ert og þú færð að halda aftur útí vikuna endurhlaðin/nn og endurnærð/ur á sál og líkama.
Eftir tímann verður þú í dýpri tengslum við sjálfa/n þig, í dýpri tenglsum við ástina og lífskraftinn sem býr innra með þér.
Komdu og njóttu.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja slaka á og gefa eftir með ljúffengum kakóbolla.
HVENÆR:
Miðvikudaginn 12. júlí
TÍMI:
12:00 - 13:00
Almennt verð:
3.490 kr.
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af almennu verði.
Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is