MORGUNYOGA - ÁSKORUN
7. MARS - 6. APRÍL
VÖKNUM SNEMMA, VERTU MEÐ OG HÖFUM GAMAN!
Frá síðasta hausti höfum við verið með tvo Yoga-flæði á morgnanna kl. 7-8 í stundartöflunni. Við tökum eftir því að ásóknin í tímana er að aukast með hækkandi sólu og viljum við halda uppi stemmingunni með átaki!
Átakið byrjar þriðjudaginn 7. mars, í næstu viku, og stendur yfir í 5 vikur (alls 10 morguntímar). Allir iðkendur sem mæta a.m.k. 7 sinnum þangað til síðasti tíminn verður, detta í lukkupott. Tveir vinningshafar verða dregnir úr pottinum og munu þeir annarsvegar hljóta frítt á námskeið að eigin vali árið 2023 og hins vegar einkatíma með okkar einu og sönnu Ingibjörgu Stefánsdóttur.
Ekki nóg með að þú munir fá að vakna snemma og byrja daginn með krafti í morguntímunum, heldur áttu kost á því að vinna þessa glæsilegu vinninga!
Sömuleiðis viljum við kynna til leiks 10 tíma morgunkort í verðskrá, sem gildir í alla morguntíma Yoga Shala Reykjavík. Verð 16.900 kr