ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA

námskeið með Tómasi Oddi

Dragðu athyglina inn á við!

Á þessu þriggja vikna námskeiði ferðumst við inn á við, þar sem öndunin verður brú á milli líkama, huga og innri róar. Þátttakendur læra bæði grunnatriði öndunar og hugleiðslu (pranayama meditation), og kynnast hvernig mismunandi öndunarmynstur geta haft áhrif á líkams- og hugarstarfsemina.

Við skoðum lífeðlisfræðina á bak við öndun, ásamt áhrifum ólíkra æfinga, og setjum þessa þekkingu í samhengi við jógíska heimspeki. Sérstök áhersla verður lögð á vægi öndunar og hugleiðslu til sjálfsþekkingar innan átta liða yoga-kerfisins.


Hver tími felur í sér:

  • heimspekilegan inngang til íhugunar
  • fræðilegan hluta um öndun og áhrif hennar
  • verklegar æfingar sem auðvelda öndun og dýpka meðvitund um hana
  • öndunaræfingar
  • hugleiðslulotur
  • djúpslökun


Hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða dýpka þína eigin iðkun, býður þetta námskeið þér rými til að hlusta inn á við, kyrra hugann, og næra líkamann með meðvitaðri öndun.

Þátttakendur verða hvattir til að stunda öndunar og hugleiðsluæfingu heima daglega og fá hlekk með kennslumyndbandi til að fylgja.

Tímanir fara fram í notalegu umhverfi með öllum aukahlutum og búnaði sem til þarf
.


Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.


FYRIR HVERJA:

Alla sem vilja læra meira um öndun og hugleiðslu.

HVENÆR:

16. september - 2. október 2025


TÍMI:

þriðjudögum og fimmtudögum

kl. 20:30 - 21:15

Verð:

26.900 kr.


Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt. Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is

UM KENNARANN
Tómas Oddur Eriksson jóga-frumkvöðull, gleðigjafi, náttúru og tónlistarunandi og dans þerapisti með bakgrunn úr sviðslistum og mannvistarlandfræði og markþjálfun hefur yfir áratug af reynslu sem alhliða yoga kennari ásamt heildrænni vinnu með mannslíkaman. Tómas hefur menntað sig víðsvegar um heiminn og er allltaf að bæta við sig þekkingu.

Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju, húmor og gleði. Hann kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, gefur nudd og veitir heildrænt hópefli og fyrirlestra fyrir fólk og fyrirtæki. Þá tók Tómas er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka ásamt yoga og dansviðburðunum vinsælu Yoga Moves Iceland og virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík, þar sem hann leiddi kennaranám ásamt fleirum. Tómas kennir á afslappaðan en þó vandaðan hátt og hefur einstak lag á að draga fram það besta í fólki.


Skráning á námskeiðið