ORKAN Í FLÆÐI

Sjálfsheilun með Kolbrúnu


VILT ÞÚ EFLA LÍFSORKUNA?

Lærðu að tengjast líkama þínum og huga betur með æfingum sem hjálpa þér að heila þig. Á námskeiðinu lærir þú einfaldar æfingar sem hækka orkutíðnina þína, veita henni jafnvægi og róa um leið taugakerfið þitt. Þú lærir ákveðna sjálfsheilun og æfingarnar sem hjálpa þér að losa þig við neikvæða og/eða staðnaða orku í efnis-, tilfinninga- og orkulíkama. Tímarnir munu einnig innihalda tónheilun til að hreyfa við orkunni.


Þú eflir orkuflæðið með ýmsum orkuæfingum, orkulækningum, heilun handa, kundalini yoga, qi gong, tapping, möntrum og fleiri áhrifaríkum æfingum til að hreyfa við orkustöðvunum og hækka orkutíðnina þína.


Námskeiðið Orkan í flæði verður haldið frá 21. október til 25. nóvember á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:00-20:30. Hópurinn hittist í sex skipti. Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir mun leiða námskeiðið og Daníel Þorsteinsson, tónheilari, mun spila undir á hljóðfæri í gegnum tímann.


Þú færð verkfæri sem aðstoða þig við sjálfsheilun, að hækka orkutíðnina þína, sköpunarkraft og andlega vitund Í lok hvers tíma taka Daníel og Kolbrún saman tónheilun og í tveimur af tímunum verður boðið upp á ljúffengt hjartaopnandi Cacao.


Skráðu þig á námskeiðið og efldu lífsorku þína!


Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7


FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja efla lífsorkuna


HVENÆR:

21. október til 25. nóvember


TÍMI:

Þriðjudagskvöld

19:00-20:30


Almennt verð:

29.900 kr


Áskrifendur fá 15% afslátt af námskeiðinu. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

Kennari námskeiðsins


Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir heilari og jógakennari leiðir námskeiðið Orkan í Flæðinu.  Hún er hatha, yin, nidra og áfalla- og streitu jógakennari. Hún er einnig hugleiðslu-, öndunar og núvitundarkennari.


Kolbrún er með dipl. master í jákvæðri sálfræði. Hún er einnig Access Bars orkumeðferðaraðili, Reikimeistari, Kundalini-meistari og hefur lært Curandero hjartaheilun og ýmsar aðferðir í orkulækningum.



Skráning á námskeiðið