PILATES MEÐ REBEKKU
PÍLATES ÆFINGAR Á DÝNU
FINNDU KRAFTINN OG STYRKINN
Pilates tímar hjá Rebekku byggja á klassískri pilates-kennslufræði þar sem lögð er áhersla á styrk, liðleika og jafnvægi. Styrktaræfingarnar eru gerðar á dýnu með góðri tengingu öndun og flæði, með því markmiði að ná fullri stjórn á hreyfingunum.
Rebekka leggur sig fram við að skapa jákvætt og opið rými þar sem iðkendur fá tækifæri til að ögra sjálfum sér, tengja hug og líkama og efla sjálfsöryggi í gegnum mjúka hreyfingu. Tímarnir henta öllum, óháð aldri, reynslu eða líkamlegri getu.
Námskeiðið verður kennt í hádeginu í janúar, það byrjar 6. janúar og lýkur 30. janúar. Pilates tímarnir verða kenndir frá kl. 12:00 - 13:00 á þriðjudögum og föstudögum á tímabilinu (samtals átta skipti). Námskeiðið er fullkomið fyrir þá sem vilja byrja árið með krafti og styrk.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem finna styrk, kraft og tengjast miðjustyrknum!
HVENÆR:
6. til 30. janúar 2026
TÍMI:
þriðjudögum og föstudögum
kl. 12:00 - 13:00
VERÐ:
26.900 kr
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu.
Allar fyrirspurnir eru velkomnar á
namskeid@yogashala.is.
Rebekka er menntuð mat pilates kennari frá Stockholm Pilates Center og hefur kennt pilates víða um Reykjavík. Hún er jafnframt útskrifaður dansari sem nýtir dans bakgrunn sinn til að skapa flæðandi kennslu.
