Pilates framhaldsnámskeið
Á framhaldsnámskeiðinu verður skilningur á grunnæfingum á dýnu í pílates kerfinu dýpkaður auk þess sem nýjar krefjandi æfingar bætast við. Áhersla verður áfram lögð á miðjustyrk, teygjur og rétta líkamsstöðu.
Byggðu enn frekar á undirstöðunum í Pílates æfingum
Pilates frh. er 3 vikna framhaldsnámskeið í Pilatesæfingum á dýnu. Kennarinn er Sveinbjörg Þórhallsdóttir og námskeiðið verður haldið á mánudögum og miðvikudögum frá 13. febrúar - 1. mars í Yoga Shala.
Á þessu námskeiði verður haldið áfram að dýpka skilning á grunnæfingum í pílates kerfinu á dýnu og nýjar æfingar bætast við. Eins og áður er lögð áhersla á að styrkja djúpvöðva líkamans, styrkja miðju líkamans (Powerhouse) lengja alla vöðvahópa og auka sveigjanleika hryggsins. Lögð verður áhersla á öndun og flæði og hafa stjórn á hreyfingunni.
Regluleg iðkun í pilates styrkir og lengir líkamann, bætir líkamsstöðuna og og eykur vellíðan iðkandans. Iðkendur þurfa að hafa tekið grunnnámskeið í pílates eða hafa reynslu af kerfinu.
Verð 23.900 kr.
Yoga Shala er staðsett í Skeifunni 7
Hvort sem þú skráir þig í opinn eða einkatíma, á námskeið, í vinnustofu eða kennaranám, færðu kost á því að finna og virkja þinn innri kraft og sjálfstraust.
Yoga Shala er með þér, á leiðinni sem þú vilt fara.
Pílates frh. í febrúar 2023
13. febrúar (mán) kl. 17:00-18:00
15. febrúar (mið) kl. 17:00-18:00
20. febrúar (mán) kl. 17:00-18:00
22. febrúar (mið) kl. 17:00-18:00
27. febrúar (mán) kl. 17:00-18:00
1. mars (mið) kl. 17:00-18:00
Verð
23.900 kr.
Allir þátttakendur í námskeiðinu fá frítt í alla opna tíma á meðan námskeiðið stendur yfir.
Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
Sveinbjörg Þórhallsdóttir er menntaður dansari frá New York og danshöfundur frá Hollandi. Hún hefur starfað sem dansari og danshöfundur í leikhúsum borgarinnar og víða erlendis undanfarin 27 ár. Meðfram list sinni hefur hún ávallt sinnt kennslu og starfaði við Listaháskóla Íslands sem prófessor og fagstjóri dansbrautar á árunum 2011-2021. Sveinbjörg er menntaður Romana's Pilates kennari frá Den Hague í Hollandi og Hatha yoga kennari frá Ubud, Bali.ennari