SATSANG, SÖNGUR
& SJÁFSHEILUN
KVÖLDSTUND MEÐ SÓLVEIGU
Verið velkomin á viðburðinn Satsang, Söngur & Sjálfsheilun með Sólveigu í Yoga Shala Reykjavík, nærandi kvöldstund sem einkennist af söngi, spjalli og góðum drykk.
Viðburðurinn hefst á ilmandi súkkulaðibolla eða tei og síðan verða sungnar fallegar möntrur, í framhaldinu verður gerð reiki sjálfsheilun og að lokum Satsang spjall.
Orðið Satsang þýðir samkoma sannleikans eða samvera með sannleikanum. Þar gefst þér tækifæri til að uppgötva þitt náttúrulega sjálf, tjá hver þú raunverulega ert og spegla þig í sannleika þess sem talar frá hjartanu.
Kvöldstundin endar svo á djúpslökun með tónheilun.
HVAR?
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7
FYRIR HVERJA?
Alla sem vilja koma sama syngja, spjalla og njóta góðrar kvöldstundar.
HVENÆR?
Fimmtudaginn 5. september
KLUKKAN?
20:00 - 21:30
VERÐ:
5.500 kr
Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is
Sólveig er nidra, yin, hatha og krakka jógakennari. Sólveig er með réttindi í tónheilun og orkumeðferð, ásamt því að vera reiki heilari. Sólveig er yogakennari hjá Yoga Shala og hefur haldið fjölda námskeiða og viðburða, sem og verið með yin yoga kennaranám.