Sigrún Björg Ingvadóttir

Sigrún sínu fyrsta 200 tíma jógakennaranámi með áherslu á jógaflæði (Vinyasa flow) hjá Ingibjörgu og Tómasi í Yogashala Reykjavík árið 2021. Sama ár lauk hún einnig öðru 200 tíma námi hjá Betu Lisboa. Það nám skiptist niður í 4 hluta, þ.e. 1. Yin Facial Yoga (Bandvefslosandi Yin) 2. Facial Fluitidy,(Bandvefs Flæði). 3. Sublte Body (Orkudtöðvar bæði út frá jóga og hefðbundinni kínverskri læknisfræði TCM) og 4. Trauma informed Yoga and Mindfulness (Áfallamiðað jóga og núvitund).  Árið 2024 lauk hún 100 tíma kennaranámi í Hefðbundu Hatha Yoga (Traditional Hatha) hjá Klöru Kalkusova í Yogashala Reykjavík. 2025 lauk hún öðru 50 tíma Yin kennaranámi með áherslu á tengingu við Hefbundna Kínverska Læknisfræði (TCM) hjá Persia Juliet á Bali. Hún hefur einnig sótt kennslu í tónheilun hjá Saraswati Om og heldur áfram að nema bæði með því að iðka hjá mismunandi kennurum víðsvegar um heiminn og bæta við sig þekkingu á námskeiðum og vinnustofum. Hún hefur brennandi áhuga á heildrænni heilsu og ver stórum hluta af frítíma sínum í að öðlast frekari þekkingu á því sviði. 


Sigrún hefur helst kennt Yin með blöndu af bandvefslosun og tónheilun en stekkur þó stundum til og kennir aðra tíma. Hún elskar að nota öll þessi frábæru tól sem jóga gefur okkur til að hjálpa iðkendum að komast í dýpra samband við sig sjálf og skapa þeim rými til að gefa eftir inn í mýkt og ró.