Öflugri þú

Styrkur & Stefna

Sjálfseflandi námskeið & markmiðasetning

með Ingu & Gerði, gestafyrirlesara


Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast verkfærum til að efla sig og styrkja ásamt því að marka sér stefnu með markmiðasetningu og leiðum að þeim. 

Sjálfs styrking, aukin einbeiting, skýr markmið &

leiðir að þeim. Styrkur & þín stefna.


Á þessu námskeiði verður farið yfir leiðir til að styrkja þig og efla í þínu lífi. Við munum skoða leiðir til að efla einbeitingu með öndun, hugleiðslu og snerta á streitulosun. 


Gerður, gestafyrirlesari, verður með fyrirlestur um sjálfs styrkingu og markmiðasetningu, þar sem þú færð verkfæri til að efla þig og styrkja, setja þér markmið og leiðir að þeim.


Að fyrirlestri loknum verður haldið í vinnustofu undir handleiðslu Ingu þar sem þú tekur daginn saman, virkjar þau verkfæri sem farið var yfir, setur þér markmið og skrifar leiðir að þeim. Eflir sýn þína á næstu daga, vikur og mánuði.


Námskeiðinu lýkur með djúpslakandi hugleiðslu, yoga nidra. Þar sem þú færð rými til að kyrra hugann, losa um innri streitu og upplifa djúpa slökun. Talið er að 30 mínútna yoga nidra jafngildi 3ja til 4ra tíma djúpsvefni.


Eftir daginn verður þú með góð og þaulreynd verkfæri til að efla þig og styrkja á líkama og sál, skýr markmið og leiðir að þeim ásamt verkfærum sem róa taugakerfið, efla einbeitingu og almenna vellíðan.



Takmarkað pláss er í boði.


Auk þessa verður eftirfyglnisviðburður með Ingu - Áfram öflug - í boði fyrir þá sem vilja þann 3. maí kl. 20:15 til 22:00. Stundin áfram öflug verður tileinkuð endurskoðun og upprifjun af Öflugri þú deginum og yoga nidra djúpslökun.  Sjá verð hér fyrir neðan.





SKRÁNING HÉR

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.



FYRIR HVERJA:

Fyrir alla sem vilja efla sig og styrkja, kynnast leiðum til að efla einbeitingu. Setja sér skýr markmið og leiðarvísi að þeim.


SPURNINGAR

Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is

eða inga@yogashala.is



HVENÆR:

Laugardaginn 1. apríl 2023 



TÍMI:

kl. 13:00 til 17:00


4 klukkustundir stútfullar af sjálfseflandi leiðum og verkfærum fyrir þig ásamt eftirfylgni fyrir þá sem vilja.




INNIFALIÐ

Léttar veitingar, 3ja skipta kort í opna tíma í Yoga Shala Reykajvík, að verðmæti 8.700 kr.  ásamt gjafapoka.


VERÐ I

15.500 kr.


Fyrir stakan viðburð "Öflugri þú - Styrkur og Stefna" laugardaginn 1. apríl.


VERÐ II

19.500 kr.


Fyrir báða viðburði "Öflugri þú - Styrkur og stefna" Laugardaginn 1. apríl ásamt "Áfram Öflug" eftirfylgnisviðburði 3. maí.



STAÐFESTINGARGJALD 7.500 KR.

(óafturkræft, eftirstöðvar greiddar 1. apríl)


UM KENNARANA


Inga R Ingjalds er yoga nidra hugleiðslukennari hjá Yoga Shala Reykjavík og markþjálfi. Hún sótti sér yoga nidra kennararéttindi til Jennifer Reis – Divine Sleep Yoga Nidra (40 RYT) í maí árið 2019 og hefur kennt yoga nidra nánast allar vikur síðan. Hún hefur lokið 200 klst. yoga flæði námi hjá Yoga Shala Reykjavík og er að ljúka 200 klst Yin Fascial Yoga kennaranámi hjá Betu Lisboa þar sem áhersla er lögð á bandvefslosun. Þá hefur hún sótt sér fjölda verkfæra til sjálfseflingar, meðal annars námskeið hjá Tony Robbins markþjálfa og Dale Carnegie.
Hún hefur að baki sér bataferli eftir alvarlega örmögnun sem hún lenti í 2017 aðeins þrítug. Sá styrkur sem hún upplifði sjálf í sínu bataferli í gegnum yoga nidra, öndunaræfingar og hugleiðslu varð kveikjan af því að hún sótti sér þá þekkingu sem hana þyrsti í til að deila áfram verkfærum með fólki sem finna sig hlaupa í hraða samfélagsins án þess að stalda við og huga að sér. Í dag brennur Inga fyrir að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, eigið heilbrigði og huga að sér sjálfum. Notar hún til þess aðferðir markþjálfunar, yoga og yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar.
Auk þess að kenna og markþjálfa er Inga móðir tveggja ungra stúlkna, maki og húsmóðir í útjaðri Reykjavíkur.


Gerður Arinbjarnar er stofnandi og eigandi Blush. Hún hefur náð framúrskarandi árangri í markaðsmálum, var kosin markaðsmanneskja ársins fyrir árið 2021 af ÍMARK. Gerður hefur síðustu ár lagt gríðarlega áherslu á andlega heilsu og sótt fjöldan allan af námskeiðum erlendis til að læra aðferðir til að huga að andlegri heilsu og byggja upp sjálfstraust. 

Gerður hefur meðal annars lært hjá einum að þekktasta markþjálfa heims Tony Robbins, en hún ferðaðist um heimin í heilt ár með Tony og fékk að læra hans aðferðir árið 2017.


SKRÁNING HÉR