Finndu sköpunargleðina!

Tökum frá stund til að kjarna okkur inn í nýtt ár með sköpun og slökun að leiðarljósi. Oft setjum við miklar væntingar á nýtt tímabil og mikill hraði mætir okkur þegar við siglum úr rólegum hátíðarhöldum í annir hversdagsleikans. Þessi stund er tækifæri til að taka eftir, stilla líkama og huga og finna fókus inn í nýja árið með mildi og jafnvægi. 


Sköpun og Slökun með Auði Bergdísi fer fram sunnudaginn 28. desember kl. 16:00, á fullkomnum tíma, rétt fyrir áramótin. Við byrjum á því að kjarna okkur í hugvekju og jógastöðum sem næra líkamann. Í jógaflæðinu spilar tónlistarmaðurinn Lazy Wizard frumsamda tónlist, skapaða á staðnum og innblásna af rýminu. Því næst virkjum við sköpunarkraftinn með samveru þar sem við sköpum klippimyndir sem leiðarljós inn í nýja árið.


Allt efni innifalið og öll velkomin!


Frábær viðburður fyrir mæðgur, pör eða vinkonur.



SKRÁNING

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.


FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja finna sköpunargleðina og fara með ró inn í nýja árið.

HVENÆR:

Sunnudaginn

28. desember 2025


TÍMI:

16:00 - 18:00


Verð:

7.900 kr.


Áskrifendur fá 15% afslátt af viðburðinum. Spurningar: namskeid@yogashala.is