Yoga fyrir Stirða Stráka 2
framhaldsnámskeið með Tómasi Oddi
Losun stífleika og aukin hreyfigeta!
Yoga fyrir Stirða Stráka 2 er framhaldsnámskeið í Yoga með Tómasi þar sem hann byggir á grunninum í fyrra námskeiðinu og fer dýpra inn í stöðurnar. Hver tími hefst með hugvekju, hugleiðslu og öndun. Því næst verður farið í upphitunaræfingar með jógaflæði sem mýkir og losar um bandvefina.
Farið verður í sólarhyllingu A & B ásamt grunnstöðum. Þá verður höfuðstaðan tekin fyrir á þessu námskeiði og enda tímarnir alltaf með góðri slökun.
Á námskeiðinu verður Niyama heimspekin tekin fyrir.
Námskeiðið fer fram 18. nóvember til 4. desember og mánudags og miðvikudags kvöldum í 3 vikur (6 skipti) frá kl. 20:00 - 21:30
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja komast dýpra inn í yoga iðkunina.
KENNARI:
Tómas Oddur Eiríksson
TÍMABIL:
18. nóvember - 4. desember
TÍMASETNING:
mán og mið kl. 20:00-21:30
Verð:
25.900 kr.
Áskrifendur fá 15% afslátt af verðinu. Spurningar: namskeid@yogashala.is
Tómas Oddur Eriksson frumkvöðull, náttúru og tónlistarunandi hefur bakgrunn úr sviðslistum og mannvistarlandfræðir og hefur yfir áratug af reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari. Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði.
Um þessar mundir stundar Tómas meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona þar sem hann lærir að vinna með hreyfingu og dans sem meðferðarform.