Stirðir Strákar

Dýpri iðkun

Aukinn styrkur, meira jafnvægi, einbeittari hugur

Aukinn styrkur, meira jafnvægi, einbeittari hugur

Stirðir strákar - Dýpri iðkun er námskeið fyrir alla karlmenn sem vilja taka skref í átt að heilbrigðari lífi með því að nota verkfærin sem Yoga býður uppá. Með dýpri iðkun á Yoga stundar þú heildræna líkamsrækt fyrir líkama og huga í senn. Líkamsrækt af slíku tagi er áhrifamikil, bæði á meðan æfingin stendur yfir sem og fyrir utan jógamottuna. Með því að leggja sig fram og stunda æfingarnar af metnaði finnur þú hvernig líkaminn styrkist, jafnvægið batnar og hugurinn verður einbeittari. Með dýpri iðkun á Yoga áttu þannig kost á því að vaxa uppávið.


Á námskeiðinu blöndum við saman öllu því besta sem Yoga hefur uppá að bjóða með áherslu á Yoga flæði og öndunaræfingar.  Við munum teygja á skrokknum í líkamsstöðum sem allir stirðir strákar þurfa hvað mest á að halda en fyrir þá sem hafa setið grunnámskeiðið munum við kynnast nokkrum nýjum stöðum sem hjálpa okkur að ná meiri dýpt út úr teygjunum. Einnig munum við læra öndunaræfingar sem annars vegar veita okkur aukinn kraft og hins vegar framkalla kyrrð og ró í líkama og huga. Í lok hvers tíma verður leidd hugleiðsla í liggjandi stöðu sem fær iðkandann til sleppa tökum á spennu og streitu líkamans og upplifa hugrænt ferðalag sem virkar eins og endurnærandi veganesti í næsta dag og jafnvel lengra inn í framtíðina.


Skráning á námskeiðið

Yoga Shala er staðsett í Skeifunni 7


Hvort sem þú skráir þig í opinn eða einkatíma, á námskeið, í vinnustofu eða kennaranám, færðu kost á því að finna og virkja þinn innri kraft og sjálfstraust.

Stirðir Strákar í febrúar/mars


11. apríl (þri) kl. 20:00-21:30

13. apríl (fim) kl. 20:00-21:30

18. apríl (þri) kl. 20:00-21:30

20 apríl (fim) kl. 20:00-21:30

25. apríl (þri) kl. 20:00-21:30

27. apríl (fim) kl. 20:00-21:30

Verð

25.900 kr.


Allir þátttakendur í námskeiðinu fá frítt í alla opna tíma á meðan námskeiðið stendur yfir.

Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is


Kennari námskeiðsins er Stefán Atli Thoroddsen, Yoga kennari hjá Yoga Shala Reykjavík. Forsprakki og hugmyndasmiður Stirðra stráka er Tómas Oddur Eiríksson.


Stefán hefur iðkað yoga frá árinu 2010. Iðkun hans byrjaði heima fyrir og með tímanum fór hann að finna hvernig yoga snerti dýpra við honum. Hægt og bítandi vann hann upp styrk og liðleika sem hjálpaði honum að ná árangri í iðkuninni og varð til þess að hann skráði sig í frekara nám. Stefán útskrifaðist úr Yoga Kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur einnig tekið kennaranám í Pranayama (öndun) og Yoga Nidra (djúpslökun). Stefán hefur kennt Yoga flæði og Yoga Nidra frá árinu 2021.


Skráning á námskeiðið