STYRKTU SAMBANDIÐ VIÐ ÞIG

MORGUNNÁMSKEIÐ MEÐ KOLBRÚNU

viltu styrkja samband þitt við þig?

Kolbrún hjálpar þér að leita inn á við og efla innri ró, jafnvægi og styrk svo þú getir mætt öldum lífsins með meiri festu og mildi. Á Styrktu sambandið við þig veitir þú innri samskiptum, hugsunum, tilfinningum og viðhorfi sérstaka athygli og eflir þannig hæfni þína til að nýta betur eigin styrkleika og stuðla að auknum lífsgæðum, vellíðan og innri ró í daglegu lífi


Kolbrún notar samþætta nálgun sem byggir á jógaþerapíu, Yoga Nidra djúpslökun og gong tónheilun. Þessi samsetning vinnur á djúpstæðum sviðum líkama og huga til að:

  • Draga úr langvarandi streitu
  • Losa um spennu og tilfinningalegar stíflur
  • Styrkir taugakerfið fyrir aukna endurheimt og vellíðan.


Námskeiðið verður á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10:00 - 11:30 frá 10. september til 8. október. Þú færð rafræna bók með fróðleik og verkefnum til að dýpka tenginguna við þig og það verður áhersla á dagbókaskrif í tímanum.


Ávinningur námskeiðsins:

• Losar um langvarandi spennu og uppsafnaða streitu
• Bætir svefn og orku
• Skapar rými til að sleppa gömlum mynstrum og þróa nýjar, heilbrigðar venjur
• Stuðlar að skýrleika, sjálfstrausti og jafnvægi í daglegu lífi
• Eykur tengsl við líkama, huga og tilfinningar


Leitaðu inn á við, þar búa töfrarnir, svörin og krafturinn. Þar getur þú gert breytingarnar sem eru nausynlegar til að finna aukið jafnvægi og styrk.



Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.



FYRIR HVERJA:

Alla sem vilja losa um streitu og búa til nýjar og betri venjur.

HVENÆR:

10. september til 8. október 2025


TÍMI:

miðvikudögum kl. 10:00 - 11:30

VERÐ:

23.900 kr


Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu. Allar fyrirspurnir eru velkomnar á  namskeid@yogashala.is. 

Kolbrún er með yfir 10 ára reynslu í mannauðsmálum og sem markþjálfi. Hún hefur lært tónheilun og er með kennararéttindi í yoga og yoga nidra. Hún trúir á mikilvægi þess að tengja saman hugræna, líkamlega og tilfinningalega þætti til að styrkja tenginguna við okkur sjálf og finna innra jafnvægi.


Kolbrún segir: "Lífsreynslan mín hefur kennt mér að sannur styrkur sprettur innan frá, þegar við leyfum okkur að hægja á, vera vitni af okkur sjálfum í hlýju og án dóma, tengjast kjarnanum okkar og vaxa í takt við okkar eigin styrk. Ástríða mín liggur í því að skapa öruggt og nærandi rými þar sem fólk getur fundið jafnvægi, tengingu og trú á eigin kraft. Ég trúi því af heilum hug að við fæðumst öll með einstök fræ, hæfileika, innsæi og möguleika sem bíða þess að verða vökvuð og nærð til þess að vaxa og dafna."


Skráning á námskeiðið