SUMARHVATNING
YOGA SHALA REYKJAVÍK
JÚNÍ - ÁGÚST 2024
VIÐ SKORUM Á ÞIG Í SUMAR
Sumarið er tíminn þar sem við endurnærumst eftir langan vetur og fögnum á ný birtunni. Við nýtum hvert tækifæri til að gleðjast og sleikja sólina og fögnum henni með sólarhyllingum!
Það er margar ástæður fyrir því að halda jógaiðkun áfram yfir sumarmánuðina. Þú fyllist af meiri orku og jákvæðni þegar þú stundar jóga, þú færð tíma til að fara inn á við og róa hugann, auk þess sem aukin athygli á öndun nýtist í alla útiveru. Æfingarnar eru líka frábærar með annarri líkamsrækt t.d. hjólreiðum eða hlaupi.
Við skorum á þig á skrá þig í Sumarhvatningu Yoga Shala Reykjavík og sinna líkamanum og huganum í allt sumar. Áskorunin er einföld! Allir sem skrá sig til leiks og mæta vel frá 1. júní til 31. ágúst geta unnið vinninga.
Það er til mikils að vinna og ef að sumarylurinn lætur ekki sjá sig, minnum við á að við erum með hlýjan og góðan sal hér í Yoga Shala.
Við hlökkum til að jógast með ykkur í sumar!

Allir þátttakendur sem klára mæta 25 sinnum eða oftar í jóga yfir sumarið fá verðlaun (sem má nýta persónulega eða sem gjöf handa öðrum). Þeir sem mæta 25 sinnum eru í fyrsta verðlaunabilinu, þeir fá góðan drykk, hollustuvöru og 3 tíma klippikorti í Yoga í verðlaun. Hvert verðlaunabil er vel skilgreint. Ef þú mætir 39 sinnum yfir tímabilið færðu 25 tíma verðlaunin, en þeir sem mæta 40 sinnum yfir tímabilið komast í næsta verðlaunabil og svo koll af kolli.
Eins og sjá má eru veglegir vinningar í boði, ekki bara frá okkur í Yoga Shala Reykjavík, heldur einnig frá Hreysti, Kristal og Collab, Nútrí Açaí Bar, Now, Muna og MixMix. Við eru innilega þakklát fyrir stuðninginn frá þessum frábæru fyrirtækjum.
Vertu með okkur í sumar. Það borgar sig að skrá sig til leiks!

Langar þig að taka þátt í sumaráskoruninni en átt ekki kort hjá Yoga Shala Reykjavík? Engar áhyggjur þú getur verslað þér kort hér að neðan. Við bjóðum jafnt nýja iðkendur og þaulreynda velkomna.
Við hlökkum til að sjá þig!
Við mælum sérstaklega með Hollur Yogi áskriftinni okkar. Í áskriftinni borgar þú fasta upphæð í hverjum mánuði og færð ótakmarkaðan aðgang að opnum tímum í stundarskrá. Ýmis önnur fríðindi fylgja áskriftinni svo sem afslættir og það að fá að bjóða gesti með í jóga einu sinni í hverjum mánuði. Í sumar bjóðum við líka upp á sérstakan kaupauka, þá færðu að bjóða einum gesti með þér í tíma 2 sinnum í hverjum mánuði (maí, júní, júlí og ágúst).
Ef áskriftin hentar þér ekki bjóðum við upp á fjölda annara korta. Við erum til dæmis með sérstök sumartilboð á 3 mánaða korti og 10 tíma klippikorti. Bæði sumarkortin gilda til 31. ágúst 2024 (yfir allt sumarhvatningar tímabilið).
