Yin og Orkustöðvarnar

Á þessum viðburði tengir Sólveig saman Yin Yoga og Orkustöðvarnar í iðkun sem á sér stað á innilegri kvöldstund sem á sér stað á tveimur klukkustundum. Við skoðum hverja orkustöð fyrir sig og vinnum með á persónulegan máta.

Yin Yoga og orkustöðvarnar

Yin og Orkustöðvarnar er áhugaverð og innileg 2 tíma kvöldstund fyrir þá sem vilja kafa ofan í orkustöðvarnar. Við skoðum hverja orkustöð fyrir sig, hverjar þær eru og hvaða tilgangi hver og ein gegnir. Hvernig þær tengjast orkunni okkar, áföllum og líkama okkar. 


Fyrri hlutinn er tileinkaður líkamanum. Þar er unnið með öndun og Yin yogaæfingar sem eru sérhannaðar fyrir hverja orkustöð. Þar verður kafað dýpra og við kynnumst líkama okkar betur, finnum fyrirstöður eða blokkeraðar orkustöðvar, sem við getum unnið með og heilað.


Seinni hlutinn er tileinkaður vitundinni, þar sem okkar sanna sjálf skín í gegn. Við vinnum með hugleiðslu og tónheilun og getum losað um líkamlegan eða andlegan sársauka sem við höfum ómeðvitað bælt niður.


Í lokin sameinumst við og kirjum fyrir hverja orkustöð með þeirra eigin möntruhljóm. Þetta er kröftug leið til að enda stundina og þannig náum við að tengja saman alla punkta – öndun, vitund í líkamanum, hugsanir og tilfinningar – fyrir hverja orkustöð og flæði líkamans.


Skráning á viðburðinn

Yoga Shala er staðsett í Skeifunni 7


Hvort sem þú skráir þig í opinn eða einkatíma, á námskeið, í vinnustofu eða kennaranám, færðu kost á því að finna og virkja þinn innri kraft og sjálfstraust.


Yoga Shala er með þér, á leiðinni sem þú vilt fara.

Yin Yoga og orkustöðvarnar



20. janúar kl. 19:30

Verð

4.900 kr.


Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is


Um Sólveigu: Ég kynntist jóga fyrst fyrir mörgum árum, en fór ekki að stunda það að alvöru fyrr en fyrir nokkrum árum. Það var í kjölfar erfiðs tímabils, andlega sem og líkamlega eftir alvarleg bílslys, sem jógað kom fyrir alvöru inn í líf mitt. Jóga reyndist svarið við líkamlegum kvillum og einnig leiðin til að vinna almennilega úr áföllum. Eftir það hef ég sinnt andlegri hlið jóga enn betur á innra ferðalagi mínu með jógískan lífsstíl að leiðarljósi. Við erum vitundin, okkar sanna sjálf en líkaminn aðeins farartækið okkar.



Skráning á viðburðinn