LIÐ FYRIR LIÐ
Ashtanga með Önnu Margréti
Losaðu um líkamann til að bæta sveifluna!
Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og líkamsþerapisti býður upp á einstakt yoga námskeið sérstaklega sniðið fyrir leikmenn, konur og kvár í Golfi. Námskeiðið hefst 15. júlí og verður í sex skipti, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:30 - 11:45.
Markmiðið er að bæta líkamstöðu, auka liðleika og hreyfanleika, draga úr verkjum og þreytu, ásamt því að þjálfa öndun og einbeitingu. Með betri líkamsbeitingu og liðleika má auka úthald, bæta vellíðan og auka árangur í Golfi.
Lögð verður áhersla á hægar bandvefslosandi hreyfingar, djúpar teygjuæfingar, öndun og slökun með aðferðum yin yoga. Notast verður við aukahluti eins og belti, kubba og púða.
Aðgengilegt fyrir öll getustig.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem vilja bæta sveifluna og líkamstöðuna á golfvellinum.
HVENÆR:
15. - 31. júlí 2025
TÍMI:
þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 10:30 - 11:45
Verð:
25.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt. Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is
UM KENNARANN
Tómas Oddur Eriksson jóga-frumkvöðull, gleðigjafi, náttúru og tónlistarunandi og dans þerapisti með bakgrunn úr sviðslistum og mannvistarlandfræði og markþjálfun hefur yfir áratug af reynslu sem alhliða yoga kennari ásamt heildrænni vinnu með mannslíkaman. Tómas hefur menntað sig víðsvegar um heiminn og er allltaf að bæta við sig þekkingu.
Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju, húmor og gleði. Hann kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, gefur nudd og veitir heildrænt hópefli og fyrirlestra fyrir fólk og fyrirtæki. Þá tók Tómas er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka ásamt yoga og dansviðburðunum vinsælu Yoga Moves Iceland og virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík, þar sem hann leiddi kennaranám ásamt fleirum. Tómas kennir á afslappaðan en þó vandaðan hátt og hefur einstak lag á að draga fram það besta í fólki.