Yoga fyrir konur

 Námskeið fyrir konur sem vilja góðan grunn í yoga, skoða undirstöður á iðkuninni, læra helstu yoga stöðurnar, kynnast öndunaræfingum og yoga flæði.

Á sama tíma, öðlast meiri styrk, sveigjanleika og innri kyrrð sem

almenn yoga iðkunn færir okkur. 

VILTU FÁ GÓÐAN GRUNN Í YOGA?


Yoga fyrir konur er byrjendanámskeið í yoga með Katrínu Rögnvaldsdóttur, sem hentar konum á öllum aldri og öllum getustigum. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga á jógadýnuna í fyrsta skipti og líka þeim hafa áður stundað yoga og vilja fara betur yfir grunninn.


Yoga fyrir konur gefur góðan grunn fyrir opna jógatíma og miðar að því að tengja konur betur við sinn líkama og gefa þeim rými til að liðkast og styrkjast bæði andlega og líkamlega.


Á námskeiðinu verður farið í vel í öndun, grunnstöður í yoga, góða tækni og hugleiðslu. Heimspeki yogafræðanna verður kynnt og lok hvers tíma verður boðið upp á djúpa og góða slökun.


Námskeiðið byrjar þann 17. janúar og verður í sex skipti, öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20:00-21:30


Verð 25.900 kr.



Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Allar konur sem vilja kynnast jóga í öruggu rými og litlum hóp kvenna. Liðkast og styrkjast andlega og líkamlega.

Tilvalinn undirbúningur fyrir alla opna jóga tíma.

HVENÆR:

17. janúar til 2. febrúar 2023



TÍMI:

Þriðjudögum og fimmtudögum

kl. 20:00 - 21:30

Verð

25.900 kr.


Innifalið á námskeiðinu er kort í alla opna tíma í stundaskrá Yoga Shala Reykjavík meðan á námskeiðinu stendur.


Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

UM KENNARANN


Katrín er yoga kennari hjá Yoga Shala Reykjavík. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í hreyfingu en fann sig vel í yoga og hefur stundað það í fjölda ára. Iðkunin kallaði svo sterkt til hennar að hún ákvað að lokum að skrá sig í yoga kennaranám. Katrín útskrifaðist úr kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur kennt yoga flæði og ýmsa aðra tíma frá útskrift, auk þess sem hún hefur haldið fjögur önnur byrjendanámskeið fyrir konur hjá Yoga Shala.



UMSÖGN UM NÁMSKEIÐIÐ


"Mér fannst grunnnámskeiðið með Katrínu mjög gott og gagnlegt. Ég hef stundað yoga um tíma en fannst frábært að fá góða kennslu í öndun og grunnstöðum og að fá yogafræðslu í leiðinni. Mæli hiklaust með námskeiðinu!" Unnur R.


Skráning á námskeiðið