YOGA MOVES
leiddur jógaflæði tími með dansi í nærveru plötusnúðs
FINNST ÞÉR GAMAN AÐ DANSA?
Yoga Moves eru kraftmiklir og skemmtilegir yoga, dans og hugleiðslu viðburðir í nærveru plötusnúðs sem spilar seyðandi tóna og dansvæna raftónlist. Föstudaginn 3. október mætast plötusnúðurinn Ása Kolla (the ClubKid) og dansþerapistinn Tómas Oddur og leiða saman krafta sína í dansi og tónlist.
Ása Kolla (the Clubkid) trekkir fólk að dansgólfinu með því að flétta saman klassískum bangerum við nýrri tilraunakenndan katalóg sinn hefur Hún hefur lagt áherslu á að heiðra uppruna jaðartónlistar í settum sínum.
Tómas Oddur leiðir bæði dans og hreyfingu og fær iðkendur inn í líkamlega nútvitund af mikilli innlifun, hlýju, húmor og gleði. Hann er forsprakki Yoga Moves og jafnframt gestgjafi viðburðarins.
Viðburðurinn fer fram í fallegu rými Yoga Shala Reykjavík sem er útbúið öflugu hljóðkerfi. Þetta verður frábær upplifun fyrir alla sem vilja hreyfa sig og njóta augnabliksins undir góðri tónlist!
----
Yoga Moves is a fun & upbeat gathering full of inspiration, yoga, dance, music, good vibes and a deep relaxation. A unique experience in a beautiful space with a high quality sound system! Friday evening 3rd of October with DJ Ása Kolla (The CLubkid) and Tómas Oddur Eiríksson yoga and dance movement therapist will create a unique experience.
Tómas Oddur yoga & dance movement therapist is the creator and host of this event will lead yoga, dance and other movements. The DJ for this evening will be the ClubKid. In addition to bringing people to the dance floor by combining classic bangers with her new, experimental catalog, Ása Kolla has focused on highlighting the roots of the underground in her sets.
Join us for a celebration filled with yoga, movement and dance!
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem vilja tengja saman Yoga og Dans í einstöku umhverfi.
HVENÆR:
Föstudaginn
3. október 2025
TÍMI:
20:00 - 22:00
Verð:
6.900 kr.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Áskrifendur fá 15% afslátt af viðburðinum. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
HVAÐ ER YOGA MOVES?
Við bjóðum upp á einstaka upplifun sem tengir líkama, huga og hjarta í gegnum öndun, hugleiðslu, jógaflæði og dans – allt í takt við seiðandi tóna frá plötusnúði á staðnum.
Tíminn hefst á rólegu flæði, öndun og hreyfingu við ambient tónlist sem byggist smám saman upp. Þú ferð í ferðalag frá kyrrð yfir í kraft, þar sem hápunkturinn er sameiginlegt frjálst danspartý og einfaldar hópeflisæfingar sem opna fyrir gleði, einingu, skapandi tjáningu og frelsi.
Við fáum til okkar helstu plötusnúða landsins sem skapa taktinn og stemninguna – hvort sem það er disco, house, tech house, drum&bass eða techno. Viðburðirnir eru edrú skemmtanir þar sem þú getur sleppt takinu, hreyft þig á skapandi hátt, farið út fyrir þægindarammann, tengst öðrum og upplifað lífið í gegnum takt og hreyfingu í allsgáðu ástandi.
Yoga Moves er ferðalag inn á við – og út í gleðina!
