YOGA MOVES
leiddur jógaflæði tími með dansi í nærveru plötusnúðs
FINNST ÞÉR GAMAN AÐ DANSA?
Yoga Moves eru kraftmiklir og skemmtilegir yoga, dans og hugleiðslu viðburðir í nærveru plötusnúðs sem spilar seyðandi tóna og dansvæna raftónlist. Einstök, frelsandi upplifun, heilbrigð útrás og endurnæring fyrir líkama, huga og sál.
Tómas Oddur yoga og dansþerapisti leiðir dans og hreyfingu eins og honum einum er lagið. Tómas er forsprakki Yoga Moves og jafnframt gestgjafi viðburðarins. Plötusnúðurinn Sbeen Around heldur uppi stemningunni með frábærri tónlist. Hún hefur verið mjög virk í hústónlistarsenu Reykjavíkur og hefur spilað á öllum helstu klúbbum og innlendum hátíðum á síðustu árum. Þessi pía er full af lífsþrótti, húmor og persónutöfrum.
Viðburðurinn fer fram í fallegu rými Yoga Shala Reykjavík sem er útbúið öflugu hljóðkerfi. Þetta verður frábær upplifun fyrir alla sem vilja hreyfa sig og njóta augnabliksins undir góðri tónlist!
----
Yoga Moves is a fun & upbeat gathering full of inspiration, yoga, dance, music, good vibes and a deep relaxation. A unique experience in a beautiful space with a high quality sound system!
Tómas Oddur yoga & dance movement therapist is the creator and host of this event. The DJ for this even will be Sbeen Around. She's from Reykjavík and has been very active in the house music scene for the last few years.
Join us for a celebration filled with yoga, movement and dance!
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem vilja tengja saman Yoga og Dans í einstöku umhverfi.
HVENÆR:
Föstudaginn
12. SEPEMBER 2025
TÍMI:
20:00 - 22:00
Verð:
6.900 kr.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Áskrifendur fá 15% afslátt af viðburðinum. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
HVAÐ ER YOGA MOVES?
Yoga Moves er leiddur jógaflæði tími með dansi í nærveru plötusnúðs. Ávalt er byrjað á stuttu innslagi, hugleiðslu og öndun við seyðandi tónlist. Eftir að jógaflæðið hefur náð hámarki er stigið út af mottunni og tekur þá við frjáls dans.
Flestir af virtustu danstónlistar plötusnúðum Íslands spila reglulega í Yoga Moves og flæðir takturinn því fagmannlega saman. Tímarnir ganga út á að tengjast líkamanum, sleppa tökunum, hafa gaman endurnærast í allsgáðu ástandi.
Yoga Moves var stofnað í febrúar árið 2014 af Tómasi Oddi Eiríkssyni og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Haldnir hafa verið yfir 100 viðburðir víðsvegar um landið og erlendis, t.d á Dansverkstæðinu, Gamla Bíói, Hörpu, Hofi-Akureyri, Verboten klúbb í NYC, Karnivali DJ Margeirs á Menningarnótt og víðar.