Yoga-tóna-flæði: sumargleði
- viðburður með Írisi og Katrínu -
Í yogatónaflæði sameina tónskáldið Íris Thorarins og yogakennarinn Katrín Rögnvaldsdóttir krafta sína og blanda saman djúpu flæði og tónum sem spinnast í takt við orku þátttakenda.
VILTU FLÆÐA MEÐ LIFANDI TÓNLIST?
Á viðburðinum verður lögð áhersla á frjálsa túlkun í hreyfingu með núvitundaræfingu og öndun að leiðarljósi. Viðburðurinn hittir á sumardaginn fyrsta og hentar því einstaklega vel til að taka vel á móti sumrinu og kveðja veturinn með samspili lifandi tónlistar og hreyfingar.
Katrín mun leiða djúpt og innilegt yogaflæði til að mýkja upp líkamann fyrir kröftuga iðkun sem endar svo í góðri djúpslökun. Á meðan á flæðinu stendur spinnur Íris lifandi tóna á strengjahljóðfærið guzheng í bland við takta og tilfinningu. Þetta samspil tónlistar og hreyfingar skapar sannkallað yoga-tóna-flæði þar sem þátttakandinn fær að tengjast líkamanum, huganum og hjartanu.
Tíminn hentar öllum getustigum og farið verður í fjölbreyttar og skapandi æfingar. Byrjendur og vanir iðkendur ættu að geta lagað æfingarnar að sínum þörfum og notið þess að hlusta á og hreyfa sig með lifandi tónlist. Í lok yogatónaflæðisins ber tónlistin iðkandann inn í langa og endurnærandi slökun.
Þetta verður nærandi og ljúf stund sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja tengja hreyfingu og tónlist saman í innilegu og djúpu flæði.
HVENÆR:
Sumardaginn fyrsta
Fimmtudaginn 20. apríl 2023
TÍMI:
17:00-19:00
Almennt verð: 3.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
UM ÍRISI OG KATRÍU
Íris Thorarins er tónskáld sem vinnur bæði með raftónlist og akústísk strengjahljóðfæri á borð við fiðlur, hörpur og sér í lagi guzheng sem er aldagamall sítar frá Kína. Í flutningi sínum leikur Íris oftar en ekki með lifandi spuna í samspili við áhorfendur eða meðleikara þar sem rými er skapað fyrir hið óvænta.
Nánar: https://www.iristhorarins.com/ og https://www.instagram.com/iris.thorarins/
Katrín Rögnvalds kennir opna tíma í yogaflæði og yoga nidra hjá Yoga Shala, auk þess að kenna grunnnámskeið fyrir nýja iðkenndur. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í hreyfingu og hefur stundað bæði dans og yoga í fjölda ára. Markmið hennar er að tengja saman vitund, líkama og hreyfinu hjá þeim sem sækja tíma hjá henni.
Nánar: https://www.instagram.com/kadikatrin/