Yoga Næring
Námskeið fyrir þá sem vilja næra sig líkamlega og andlega og taka skref í áttina að raunhæfum breytingum sem munu efla lífsgæðin til lengdar.
VILTU FÁ BETRI NÆRINGU?
Vertu velkomin í nærandi ferðalag í átt að meiri sjálfsþekkingu, vellíðan og lífsorku. Áherslan á námsskeiðinu er að skoða hvernig þú getur bætt lífsgæði þín og nært þig betur líkamlega sem og andlega. Kennari þess Kristín Steindórsdóttir er næringarþerapisti, jóga og hugleiðslukennari og mun leiða þig í gegnum YogaNæringu.
Þú færð fræðslu, stuðning og innblástur til að komast út úr viðjum vanans og finna styrk til að velja það sem nærir þig! Eftir hvern tíma gefst þér tækifæri til þess að taka skref í áttina að raunhæfum breytingum sem munu efla lífsgæði þín til lengdar.
Tímarnir byggjast upp á fróðleik um næringu, mjúkum jógaæfingum, hugleiðslu og öndunaræfingum ásamt djúpri slökun. Við ljúkum námskeiðinu með léttum næringaríkum veitingum og notalegri samverustund.
Námskeiðið byrjar þann 14. febrúar og verður í sex skipti, öll þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:30-15:00
Verð 25.900 kr.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem vilja bæta lífsgæði sín og næra sig betur líkamlega og andlega.
HVENÆR:
14. febrúar til 2. mars 2023
TÍMI:
Þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 13:30 - 15:00
Verð
25.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er ótakmarkaður aðgangur í opna tíma á meðan á því stendur.
Allar fyrirspurnir eru velkomnar á namskeid@yogashala.is.