ANNA BJÖRK

Arna Björk hefur ferðast sem jógakennari undanfarin 7 ár. Hún heimsótti fyrst Indland árið 2010 til að læra Ashtanga Yoga með Sharath Jois í Mysore, Indlandi. Eftir að hafa heimsótt Mysore árlega í lengri tíma Hlaut hún blessun til að kenna og er nú með annað stigs skírteini frá Sharath Jois.

Frá fyrsta degi hennar á dýnunni hefur Arna tileinkað sér jóga, æft sex morgna vikunnar. Eins og er, lærir hún undir  leiðsögn David Garrigues, Ásta Caplan og Sharath Jois. Á undanförnum árum hefur Arna verið starfandi í Danmörku, Íslandi, Kanada, Kýpur, Ítalíu, Grikklandi, Ameríku og Svíþjóð. Hún kennir Mysore tíma, er með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna og tekur að sér einkakennslu. Einnig býður hún upp á öndunar námskeið og Ayurveda lífstíls þjálfun. Með trúfestu og ástríðu sinni hefur hún tileinkað sér það verkefni að hvetja fólk til að þróa líf sítt á jákvæðan hátt með því að nota Ashtanga jóga og Ayurveda sem leiðarvísir.

Nýlega flutti hún svo alfarið til Kritar, þar sem hún býður upp á joganamskeið yfir allt árið. Vegna ferðatakmarkana af völdum Covid-19 hefur hún boðið iðkendum upp á einkatima í gegnum netið. Bæði mánaðarnámskeið og staka tíma.

Með háskólagráðu í félagsfræði og kynjafræði ásamt djúpri þekkingu og bakgrunni í kynlífsfærði, nálgast Arna líf sitt - og nemendur hennar - með sterka áherslu á jafnrétti í huga. Arna hefur unnið við þónokkur frjáls félagasamtaka verkefni bæði í Indlandi og í Evrópu. Í verkefnum hennar hefur hún lagt áhersu á konur og börn sem hafa verið fórnarlömb mansals. Arna er nú með umsjón yfir verkefni í Danmörku sem er hluti af alþjóðlegu viðleitni til að aðstoða heimilislausar konur og götuvottum með grunnþörfum.

Frekari upplýsingar eru í gegnum abjork79@gmail.com eða  Instagram @joga_dottir