KVENNAKRAFTUR Kvenleiki, Nánd, Kynorka


SKRÁNING
 LENGD
6 vikur
ERFIÐLEIKASTIG
Fyrir allar konur

VERÐ
23.900 kr

Námskeið Þráir þú meiri dýpt?

Í vikulegum athöfnum finnum við systralag og fjöllum um okkar dýpstu hluta, kvenleika, nánd og kynorku.
AFHVERJU ER ÞETTA GOTT
FYRIR MIG?
Í vikulegum athöfnum finnum við systralag og fjöllum um okkar dýpstu hluta, kvenleika, nánd og kynorku.
Hver tími verður með svipuðu sniði og hefst á mjúkri upphitun, umfjöllun um þema vikunnar, æfingum, umræðum og endað á djúpri slökun með gong tónheilun (með Ingu Rögnu).
HVAÐ ER ÉG AÐ FARA A GERA?

 Hver tími hefur sitt þema og á námskeiðsinu verður meðal annars fjallað um:
* Sjálfsást
* Að setja mörk og þekkja sínar þrár
* Að gefa og þiggja
* Unað
* Líkamsvirðingu
* Tíðahringinn
* Traust á alheiminn
HVAÐ ÞARF ÉG AÐ KOMA MEÐ?

Gott er að koma með sína eigin yogadýnu eða fá lánaða dýnu hjá okkur.  Vera í þægilegum æfingarfatnaði.
Helga Snjólfs hefur verið á andlegri vegferð frá því um tvítugt  og stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Síðustu misseri hefur hún sökkt sér í málefni er varða kvenleika, nánd og kynorku og upplifir sterkt að opna þurfi umræðuna. Hún sækir námskeið hjá ISTA (International School of Temple Arts) og lítur til brautryðjenda í umræðu um tíðahringinn, kvenleika, kynlíf og kynhegðun bæði á Íslandi og erlendis. Einnig telur hún mikilvægt að skoða meðvirkni og finna djúpa tengingu við eigið tilfinningalíf til að geta sett skýr mörk innra með sér og hafa tólin til að tjá þessi mörk og einnig væntingar og þrár við aðra. Hún hefur kennt yoga, hugleiðslu og slökun í 8 ár og haustið 2018 fór hún af stað með sína eigin námskeiðaröð sem ber yfirskriftina KvennaKraftur og inniheldur námskeið með mismunandi áherslur fyrir konuhópa. Hún brennur fyrir að styðja við heilbrigði nútímakonunnar, að finna heppilegan takt í hraða samfélagsins, takt sem gefur tækifæri til að njóta þess sem tilveran hefur upp á að bjóða.

Helgu til halds og trausts á námskeiðinu verður Inga Ragna. Hún er yoga nidra kennari, tveggja barna móðir og er að ljúka bataferli eftir örmögnun. Hún fann fljótt fyrir áhrifum reglulegrar yoga nidra iðkunnar og gong tónheilunar og heillaðist alveg. Hennar vegferð hefur litast af þessum fögru hljómum og yoga nidra síðastliðið árið. Hún kennir 2 yoga nidra tíma á viku hjá Yoga Shala þar sem gong tónar flæða um rýmið. 
Kennari námskeiðsins er Helga Snjólfsdóttir sem hefur stundað yoga meira og minna í 20 ár. Hún mun bjóða aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem finna má fróðleik, heimavinnu, hvatningu og fleira.


VERTU MEÐ!

BÓKA