YOGA SHALA

Yoga Shala Reykjavík

Árið 2005 opnaði Ingibjörg Stefánsdóttir, Yoga-kennari, leik- og söngkona Yoga stúdíóið Yoga Shala Reykjavík á Engjateigi, rétt hjá Laugardalnum.


Shala er heimili á Sanskrit. Yoga Shala er rými eða griðastaður, þar sem fólk safnast saman til að iðka Yoga. Yoga Shala Reykjavík er því griðastaður fyrir samfélag Jóga á Íslandi til þess að iðka Yoga.


Árið 2017 flutti Yoga Shala Reykjavík um nokkra kílómetra í Skeifuna og hefur í nokkur ár boðið öllu fólki upp á fjölbreyttu tíma, námskeið, vinnustofur og kennaranám. Heildræn líkamsrækt, eitthvað sem hentar öllu fólki.


Kennarar í Yoga Shala Reykjavík hafa áralanga reynslu sem iðkendur og kennarar og hafa góða menntun sér að baki. Erlendir gestakennarar koma reglulega í heimsókn og halda námskeið sem dýpka skilning okkar fjölbreytta samfélags.


STUNDARTAFLA

HAFÐU SAMBAND

HAFÐU SAMBAND

Share by: