YOGA IÐKUN

YOGA IÐKUN

Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar Yoga iðkendur eru stíga sín fyrstu skref á mottuna. Gott er að hafa eftirfarandi upplýsingar bak við eyrað þegar þú skráir þig í tíma í Yoga Shala Reykjavík.

SKRÁNING Í OPNA TÍMA


Hægt er að skrá sig í tíma með því að ...


  1. Nota Yoga Shala Reykjavík appið
  2. iPhone  &  Android
  3. Skrá sig í gegnum vefsíðuna
  4. Hringja í afgreiðsluna í síma 553 0203
  5. Skrá sig í tíma, í afgreiðslunni



Yoga Shala Reykjavík er með jógadýnu fyrir iðkendur en við hvetjum alla til að eignast eigin dýnu jógadýnu. Það er hreinlegast og öruggast fyrir alla en einnig er gott að geta iðkað heima líka. Ef þú færð lánaða dýnu biðjum þig um að vera með handklæði meðferðis til að þurrka svita eftir tímann.


Vinsamlega æfðu í hreinum æfingafötum og forðastu að vera með sterkt ilmvatn eða rakspíra.


HAFÐU Í HUGA ...


... að best er að iðka Yoga á fastandi maga. Við mælum með að fólk borði ekki 2-3 tímum fyrir. tíma.Ef þér finnst þig vantar orku fyrir tímann fáðu þér léttan bita.


... að mæta stundvíslega í tíma. Það er langbest að lenda í rólegheitum. Ef það eru meira en 10 mínútur liðnar af tímanum biðjum við þig um að fá leyfi hjá kennara til að koma inn eða koma aftur seinna.


... að láta kennara ávalt vita ef meiðsli eru til staðar, ef þú átt við veikindi að stríða eða ef þú ert barnshafandi. Þannig getur kennari betur aðlagað stöður og hreyfingar að þínum þörfum.


... að virða samband kennara og iðkanda og að fylgja leiðsögn kennarars.



UM ASTHANGA YOGA



Þegar þú kemur í Mysore tíma ertu beðin/n um að iðka Ashtanga Vinyasa Yoga eins og það er kennt í Yoga Shala Reykjavík.


Ef þú kannt ekki Ashtanga seríuna eru kennarar meira en tilbúnir að vera þér innan handar. Vinsamlega athugaðu að nýjum stöðum í seríunni er bætt við af kennaranum.


Í Mysore tímum er þögn í salnum nema þegar kennari er að leiðbeina nemanda. Iðkendum er frjálst að mæta allan fyrsta klukkutímann.


Virtu takmörk þín, bæði líkamleg og andleg. Leitaðu sátta við að líkami og hugur eru í misjöfnu formi frá degi til dags. 


Share by: