YOGA Í VINNUNNI


YOGA Í VINNUNNI

Heildræn líkamsrækt á skrifstofunni

Hugum að líkama, öndun og djúpslökun


Við hjá Yoga Shala Reykjavík skiljum mikilvægi þess að sinna bæði líkama og huga þegar kemur að líkamsrækt. Í gegnum tíðina höfum við heimsótt vinnustaði og þjálfað starfsfólk sem starfar í fjölbreyttu umhverfi. Í hnotskurn snúast æfingarnar um að hreyfa og teygja líkamann og að anda djúpt. Þetta okkur kleyft að framkalla djúpa slökun í lok hvers tíma, sem er endurnærandi upplifun. Við sérsníðum æfingar fyrir vinnustaðinn þinn, á vinnustaðinum þínum, og sjáum árangur strax á fyrsta degi.


Heildræn líkamsrækt bætir starfsandann, dregur úr streitu og léttir andann. Yoga í vinnunni er frábær þjónusta sem eflir kraftinn í starfsfólki þínu á persónulegu sviði sem og fyrir hópinn sjálfan.


LÍKAMI


Hreyfum okkur og teygjum með æfingum sem eykur liðleika og fyrir fólk sem situr lengi fyrir framan skrifborð:

Axlir, mjaðmir og fótleggir.


ÖNDUN


Notum áhrifaríkar aðferðir sem hjálpa okkur að anda dýpra sem hefur djúpstæð áhrif á líkamann, róar taugakerfið og hjálpar okkur að þjálfa þrautseygju og einbeitingu.

DJÚPSLÖKUN


Djúpslökun með leiðsögn hefur jákvæð áhrif á fólk sem upplifir einkenni streitu og langþreytu. Í samfélagi sem vinnur á miklum hraða er nauðsynlegt að slaka á.

Reyndir jógakennarar okkar koma á skrifstofuna og leiða fólkið þitt í gegnum æfingar sem stuðla að aukinni vellíðan, 45-60 mínútur í senn.


Með reglulegri þjálfum á líkama og huga framkallar iðkandinn jafnvægi sem hann tekur með inn í lífið. Með liðugari líkama, skýrari huga og betri einbeitingu er iðkandi/starfskarftur betur í stakk búinn að ná árangri fyrir sjálfan sig og fyrirtækið. Hafðu samband strax í dag.


HAFÐU SAMBAND

Share by: