TÍMATAFLA

TÍMATAFLA


Vinsamlegast mætið tímanlega. Ef þú kemst ekki í tíma biðjum við þig um að afboða með a.m.k 90 mínútna fyrirvara.


Ferlið til að virkja kort/áskrift fyrir nýja viðskiptavini er á þessa leið:

  1. Þú verslar kort eða áskrift.
  2. Þú nærð í Yoga Shala Reykjavík appið (Android eða iPhone)
  3. Þú býrð til þinn aðgang í appinu
  4. Þú bókar fyrsta tímann með nýja aðganginum
  5. Við virkjum kortið við fyrsta bókaða tíma

FJÖLBREYTTIR TÍMAR FYRIR FJÖLBREYTT FÓLK

YOGA NIDRA

Djúpslökun sem róar líkamann og hugann, fyrir öll getustig.


Í Yoga Nidra liggja iðkendur á þægilegum, mjúkum dýnum og eru leiddir í gegnum ferðalag í huganum. Yoga Nidra vinnur á þreytu líkamans með undraverðum hætti.


ASHTANGA YOGA

Leidd, hálf fyrsta sería í Ashtanga Vinyasa Yoga, fyrir vana.


Tíminn er byggður upp eftir rútínu sem er alltaf eins og er farið í gegnum hluta af fyrstu seríunni.


Krefjandi flæði sem kennt er í mildum hita.


YIN/RESTORATIVE YOGA

Hægir og mjúkir tímar fyrir öll getustig.


Iðkendur flæða rólega í gegnum líkamsstöður sem haldið er í 3-5 mínútur. Í tímunum lærir þú að sleppa tökunum, anda djúpt og losa um spennu líkamans. Iðkun sem nærir bandvefi, liðamót líkamans og róar hugann í senn.

HATHA YOGA

Í Hatha Yoga leiðir kennari iðkendur í gegnum ólíkar líkamsstöður (asana) og öndunaræfingar (pranayama). Hatha Yoga eru krefjandi tímar fyrir vana iðkendur en einnig þá sem skemur eru á veg komnir og vilja stíga út fyrir þægindarammann. Líkamsstöðum er haldið lengur en í Yoga flæði og Asthanga Yoga tímum. Nærandi á líkama og sál.

Heitt Power Yoga

Kröftugir, krefjandi og skemmtilegir tímar kl. 9:00 - 10:00 á þriðju- og fimmtudögum í hverri viku. Frábær leið til að byrja daginn.


Iðkendur eru leiddir í gegnum rútínu af líkamsstöðum þar sem kennari býður upp á mismunandi erfiðleikastig.  Innrauður hiti (35-37°c) í salnum gerir iðkendum kleyft að fara dýpra inn í stöður.

YOGA FLÆÐI

Fjölbreyttir tímar í heitum sal, sem henta öllum getustigum.


Iðkendur eru leiddir í gegnum skapandi rútínu af líkamsstöðum þar sem kennari býður upp á mismunandi erfiðleikastig. 


Innrauður hiti (35-37°c) í salnum gerir iðkendum kleyft að fara dýpra inn í stöður.

FASCIA YOGA

Mjög rólegir tímar, sem henta öllum getustigum.


Í tímunum er lögð áhersa á að losa um bandvefinn (e. fascia). Fljótandi og mjúkar hreyfingar í takt við öndun hafa þau áhrif að líkaminn mýkist og liðleiki hans eykst með aukinni hreyfigetu.


KYRRÐARJÓGA FYRIR KONUR

Kyrrðar jóga fyrir konur sem róar líkamann og hugann, fyrir öll getustig.


Í tímanum er leitt inn í Yoga Nidra sem gerir iðkendum kleyft að ná djúpri slökun á meðan kennari leiðir í gegnum ferðalag í huganum. Fullkominn tími sem vinnur á þreytu.

YOGA ÞERAPÍA

Rólegir, nærandi tímar sem hjálpa iðkendum að mynda brú á milli líkama og huga. Fyrir öll getustig.


Hver tími er einstakur en athyglinni oft beint að ákveðnu líkamssvæði sem kennari leggur áherslu á og leiðir iðkenur í gegnum öndun og hreyfingu til ná opnun.


Share by: