Blessad breytingarskeidid

Blessað Breytingarskeiðið

- námskeið með Laufeyju -

Fjölbreytt og fróðlegt námskeið, ætlað öllum konum sem eru að ganga í gegnum breytingar og vilja fagna seinna blómaskeiði lífs síns. Hér fá konur svigrúm til að fræðast, leika sér og slaka síðan vel á.

VILTU FRÆÐAST UM BREYTINGARSKEIÐIÐ?


Laufey Steindórsdóttir, yogakennari og hjúkrunarfræðingur, býður upp á þetta skemmtilega og fræðandi námskeið í hádeginu á miðvikudögum í maí.


Námskeiðið byggist upp á þremur meginþáttum sem eru: Hreyfing, Næring og Streitustjórnun. Hver tími hefur sitt þema og endar alltaf á hugleiðslu og djúpslökun.


Á námskeiðinu verður fræðsla um hormónaheilsu kvenna og þær áskoranir sem fylgja sveiflum í hormónabúskapnum á breytingaskeiðinu. Áhersla verður lögð á leiðir að bættri og betri líðan fyrir konur sem eru að upplifa þetta merkilega tímabíl á lífsgöngunni.


Í fjórða og síðasta tímanum verður athöfn þar sem við fögnum saman og bjóðum breytingaskeiðið velkomið. Hver kona upplýstari, sterkari og tilbúnari til að mæta sér á seinna blómaskeiðinu.


Vertu hjartanlega velkomin



Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þær sem vilja undirbúa sig fyrir breytingarskeiðið og fá tæki og tól til að fara í gegnum ferlið á sem bestan hátt.



HVENÆR:

10. maí - 31. maí



TÍMI:

Miðvikudögum

kl. 12:00-14:00

Almennt verð: 18.900 kr.


Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af almennu verði.

Aðgangur að opnum tímum í Yoga Shala fylgir námskeiðinu.

Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

UM LAUFEYJU

Laufey er starfandi hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem brennur fyrir því að hlúa að konum og þeirra heilsu. Hún útskrifaðist sem jógakennari frá Yoga Shala árið 2017 og hefur kennt í stöðinni síðan. Einnig er hún búin að klára nám í Yoga Therapy, sem og framhaldsnám i Yoga nidra fræðunum. Hún hefur margra ára reynslu í námskeiðshaldi og stofnaði Kyrrðarjóga fyrir konur árið 2018.


Laufey hefur persónulega reynslu af breytingaskeiðinu og fannst henni sárvanta sérhæfðar leiðir og úrræði fyrir konur sem eru að upplifa þetta mikilvæga og oft krefjandi skeið.


Skráning á námskeiðið
Share by: