Gong framhald

GONG FRAMHALD

með Arnbjörgu Kristínu

Fróðlegt helgarnámskeið þar sem þú lærir meira um eðli frumhljóðsins, sögu gongsins, hljóðheilun og mismunandi tegundir af gongum.

VILTU LÆRA MEIRA UM GONG SPILUN?

Helgina 2. og 3. september mun Arnbjörg Kristín leiða framhalds-námskeið í gong spilun í Yoga Shala Reykjavík. Hún mun kenna frekari tækni við spilun og fara dýpra í eðli frumhljóðsins. Hún mun einnig fara yfir margvíslega slætti, skoða mismunandi tegundir af gongum, auk þess að fara yfir samspil og hvernig má nota gong við hljóðheilun.


Kennslan fer fram milli klukkan 13:00 og 19:00 laugardaginn 2. september og frá 13:00 til 17:00 sunnudaginn 3. september í Yoga Shala Reykjavík og stendur því samtals 10 klukkustundir.


Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo bókið pláss tímanlega!


Skráning á viðburðinn

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja kafa dýpra í töfra gongsins.


HVENÆR:

2. og 3. september 2023



TÍMI:

Laugardag: 13:00-19:00

Sunnudag: 13:00-17:00


Almennt verð:

32.900 kr.


Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

Um Arnbjörgu Kristínu


Arnbjörg Kristín yogakennari, listakona og hljóðheilari kennir námskeiðið. Hún hefur kennt á gong og spilað víða um heim undanfarin 10 ár og hlakkar til að deila hljóðferðalaginu með þér.


Skráning á viðburðinn
Share by: