Inga Ragna


INGA RAGNA

Inga R Ingjalds er yoga nidra hugleiðslukennari hjá Yoga Shala Reykjavík og markþjálfi. Hún sótti sér yoga nidra kennararéttindi til Jennifer Reis – Divine Sleep Yoga Nidra (40 RYT) í maí árið 2019 og hefur kennt yoga nidra nánast allar vikur síðan. Hún hefur lokið 200 klst. yoga flæði námi hjá Yoga Shala Reykjavík og er að ljúka 200 klst Yin Fascial Yoga kennaranámi hjá Betu Lisboa þar sem áhersla er lögð á bandvefslosun. Þá hefur hún sótt sér fjölda verkfæra til sjálfseflingar, meðal annars námskeið hjá Tony Robbins markþjálfa og Dale Carnegie.


Hún hefur að baki sér bataferli eftir alvarlega örmögnun sem hún lenti í 2017 aðeins þrítug. Sá styrkur sem hún upplifði sjálf í sínu bataferli í gegnum yoga nidra, öndunaræfingar og hugleiðslu varð kveikjan af því að hún sótti sér þá þekkingu sem hana þyrsti í til að deila áfram verkfærum með fólki sem finna sig hlaupa í hraða samfélagsins án þess að stalda við og huga að sér. Í dag brennur Inga fyrir að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, eigið heilbrigði og huga að sér sjálfum. Notar hún til þess aðferðir markþjálfunar, yoga og yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar.


Auk þess að kenna og markþjálfa er Inga móðir tveggja ungra stúlkna, maki og húsmóðir í útjaðri Reykjavíkur.


Share by: