Komdu í Yoga, maður!

Komdu í Yoga, maður!

Grunnnámskeið í Yoga fyrir karlmenn

með áherlsu á styrk, liðleika, slökun og jafnvægi


27. maí - 12. júní 2024


Viltu byggja upp grunn að góðri líkamsrækt?

Komdu í Yoga, maður! er grunnámsskeið í Yoga fyrir karlmenn á öllum aldri, öllu ásigkomulagi og hentar bæði þeim sem hafa aldrei iðkað Yoga áður og þeim sem vilja rifja upp gamla takta. Markmið námskeiðsins er að menn fái tækifæri til að byggja sig upp með heildrænni líkamsrækt, með fjölbreyttum tólum sem Yoga hefur uppá að bjóða og komi út liðugri, sterkari, rólegri og í meira jafnvægi.


Hittumst í sex skipti í þrjár vikur, mánudaga og miðvikudaga kl. 20:00-21:30, lærum og iðkum undirstöðurnar í Yoga. Á æfingunum munum við liðka líkamann til, sem í kjölfarið gerir okkur auðveldara fyrir að styrkja líkamann. Æfingarnar verða iðkaðar í takti við andardráttinn gerir okkur kleift að fara út fyrir þægindarrammann og kanna þolmörk líkamans hvað varðar liðleika, styrk og jafnvægi. Á þeim stað eigum við kost á að vaxa og ná framförum og við munum komast þangað. Í lok hverrar æfingar verður leitt inn í djúpslökun sem framkallar kyrrð og ró í líkama og mun virka eins og endurnærandi veganesti inn í næsta dag og lengra inn í framtíðina.



Skráning á námskeiðið

KOMDU Í YOGA, MAÐUR! 


Námskeiðið verður haldið í Yoga Shala Reykjavík í Skeifunni 7, gengið inn vinstra megin við húsið á 2. hæð.


3 VIKUR / 6 SKIPTI


27. maí (mán) kl. 20:00-21:30

29. maí (mið) kl. 20:00-21:30

3. júní (mán) kl. 20:00-21:30

5. júní (mið) kl. 20:00-21:30

10. júní (mán) kl. 20:00-21:30

12. júní (mið) kl. 20:00-21:30

Verð:

25.900 kr.


Nánari upplýsingar:

 namskeid@yogashala.is


Kennari námskeiðsins

Stefán Atli Thoroddsen leiðir námskeiðið YOGA/KARLMENN. Stefán hefur kennt í Yoga Shala Reykjavík frá árinu 2021 með áherslu á Yoga flæði (hreyfanlegt Yoga), Yoga Nidra (djúpslökun) og byrjendanámskeið fyrir karlmenn. Á þessu námskeiði munum við notast við bestu tólin úr báðum aðferðafræðum til þess að ná fram okkar markmiðum.


Stefán hefur iðkað Yoga frá árinu 2010 þegar hann þurfti að vinna í sínum eigin liðleika og styrk. Með árunum fór iðkunin að snerta dýpra við  Stefáni sem varð til þess að hann skráði sig í Yogakennaranám. Stefán útskrifaðist úr kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur einnig tekið kennaranám í Yoga Nidra og Pranayama (öndunaræfingar).


Skráning á námskeiðið
Share by: