Kyrrðarkvöld - Kristín Bára

Kyrrðarkvöld með Kristínu Báru

öndun - hugleiðsla - djúpslökun - tónheilun

Komum saman og umvefjum okkur hugarró og djúpri kyrrð, vinnum saman að endurheimt og áreynslulausri streitulosun og djúpslökun. 

VILTU FINNA HUGARRÓ OG DJÚPA KYRRÐ?

Fimmtudaginn 1. febrúar býður Kristín Bára upp á Kyrrðarkvöld í Yoga Shala, til að gefa líkama & huga kærkomna hvíld. Við komum saman eina kvöldstund og ásetningur stundarinnar er að upplifa hugarró, djúpa kyrrð og áreynslulausa streitulosun. Hugmyndin er að falla frá hugsunum og gjörðum, og fara yfir í að finna og vera. Sleppa takinu og treysta flæðinu.


Kristín Bára hefur um árabil leitt Yoga Nidra í Yoga Shala. Með blöndu af öndun, hugleiðslu, djúpslökun og tónheilun leiðir hún okkur í ferðalag þar sem við hlúum að sál og líkama og virkjum slakandi hluta taugakerfisins.

Öndunin fær sérstaka athygli og með því að gefa gaum að þessum oft vanmetna þætti í ró og vellíðan, tökum við enn eitt skrefið í átt að meiri og dýpri kyrrð.


Kristín Bára notast við ævaforna hugleiðslutækni sem hefur kraft til að taka okkur inn í djúpa slökun. Við förum inn í kyrrðina handan hugans þar sem endurheimt á sér stað.


Ekkert kyrrðarkvöld er fullkomnað án tónheilunar sem snertir alla okkar tilvist, alveg niður í smæstu frumur. Hugurinn gefur eftir, ónæmiskerfið styrkist og streitan minnkar.


Fátt er betra en að leyfa sér að sleppa takinu á væntingum hugans og líða inn í djúpa slökun.


Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.


UPPSELT!


Skráning á biðlista: namskeid@yogashala.



Skráning á viðburðinn

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja stíga frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera.


HVENÆR:

Fimmtudaginn 1. febrúar 2024



TÍMI:

19:00 - 20:30


Almennt verð: 5.500 kr.


Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

Um Kristínu Báru
"Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2009. Ég hef starfað við það síðustu ár á ýmsum vettvangi en sú starfsreynsla hefur nýst mér vel í lífinu. Ég útskrifaðist með kennararéttindi frá Amrit Yoga Institute undir leiðsögn Kamini Desai haustið 2019 og lauk framhaldsnámi í Yoga Nidra árið 2021. Ég hef lokið 200 tíma jógakennaranámi, námi í tónheilun hjá Saraswati Om og gongspilun hjá Arnbjörgu Kristínu. Ég hef verið í læri hjá Advait Ashram og hef nýlokið námi í Compassionate Inquiry á vegum Gabor Maté & Sat Dharam Kaur." - Kristín Bára


Skráning á viðburðinn
Share by: