Maria

María Dalberg

María Dalberg er menntuð leikkona og jógakennari. Hún byrjaði að iðka jóga um tvítugt og lauk 200 tíma jógakennaranámi frá Yoga Shala árið 2013. Hún hefur mikla reynslu í að kenna bæði fullorðnum og börnum. Haustið 2017 tileinkaði hún sér Baptiste Style Power Yoga sem er byggt á aðferðafræði nefnt eftir höfundi hennar Baron Baptiste. Hún lauk 200 tíma jógakennararéttindum í Baptiste Style Power Yoga ásamt því að hafa tekið ýmis námskeið og vinnustofur eins og Art of Assisting með Luca Richards og 40 Days To Personal Revolution með Baron Baptiste hjá Baptiste Institute.


María lítur á sjálfan sig fyrst og fremst sem jóganemanda og er stöðugt að læra meira af kennurum sínum. Það skemmtilegasta sem María gerir er að kenna jóga og gefa af sér alveg frá hjartanu og sjá nemendur sína vaxa og upplifa jákvæða umbreytingu á líkama og sál á dýnunni og í lífinu sjálfu. Henni finnst jafnmikilvægt að taka á móti jóga og gefa það svo til baka til nemanda sinna.

Share by: