Stirðir Strákar - Tómas

Morgun Yoga

fyrir Stirða Stráka

Námskeiðið er fyrir herramenn á öllum aldri sem vilja læra

undirstöðuatriðin í Yoga.

Losun stífleika og aukin hreyfigeta!


Yoga fyrir Stirða Stráka eru námskeið fyrir herramenn á öllum aldri sem vilja læra undirstöðuatriðin í yoga. Námskeiðið miðar að því hjálpa mönnum að liðkast og styrkjast bæði líkamlega og andlega.


Á þessu morgunnámskeiði verður lögð áhersla á góða samsetningu af öndun, flæðandi hreyfingum, djúpum teygjum, grunnstöðum, hugleiðslu og slökun. Fullkomin leið til að byrja daginn!


Þá verða hagnýt heilræði úr yoga heimspekinni kynnt í byrjun hvers tíma.

Forsprakki og kennari þessa vinsælu námskeiða er Tómas Oddur Eiríksson en hann býr yfir 12 ára reynslu í faginu.


Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur (6 skipti alls) og fer fram tvo virka morgna í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.



Skráning á námskeiðið

Yoga Shala er staðsett í Skeifunni 7


Hvort sem þú skráir þig í opinn eða einkatíma, á námskeið, í vinnustofu eða kennaranám, færðu kost á því að finna og virkja þinn innri kraft og sjálfstraust.


Yoga Shala er með þér á þinni leið.

KENNARI:

Tómas Oddur Eiríksson


TÍMABIL:

21. mars - 9. apríl (6 skipti)


TÍMASETNING:

ÞRI OG FIM kl. 8:00-9:15


Verð: 23.900 kr.


Allir þátttakendur í námskeiðinu fá frítt í alla opna tíma á meðan námskeiðið stendur yfir. Mögulegt verður að kaupa stakan tíma að námskeiðinu ef húsrúm leyfir. Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu.


Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is eða tomas@yogashala.is


Tómas Oddur Eriksson frumkvöðull, náttúru og tónlistarunandi hefur bakgrunn úr sviðslistum og mannvistarlandfræðir og hefur yfir áratug af reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari. Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði.


Um þessar mundir stundar Tómas meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona þar sem hann lærir að vinna með hreyfingu og dans sem meðferðarform.

Skráning á námskeiðið
Share by: