Ingibjörg


INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR 

Ingibjörg er framkvæmdastjóri og eigandi Yoga Shala Reykjavík.


Hún er menntuð í leiklist, söng og dansnámi frá New York árin 1995-1997 en þar kom yoga einnig inn í líf hennar.

Einn af hennar danskennurum hóf tímann alltaf á sólarhyllingum.  . "Ég fann eitthvað nýtt gerast innra með mér. Ég fann nýja tengingu við líkama minn og sál".

Síðan þá, hefur Ingibjörg stundað yoga og var næsti áfangastaður Los Angeles þar sem hún stundaði yoga hjá Earths Power Yoga í 7 mánuði.   Árið 2002 fór hún í sitt fyrsta yogaferðalag til Indlands árið 2002.  Þar lærði hún hjá Sri.K.Pattabhi Jois, Ashtanga vinyasa yoga gúrúinum í Mysore og fór þangað reglulega næstu árin, alls fimm sinnum, 2-3 mánuði í senn. 


"Ég er ástríðufullur nemandi.  Ég er alltaf að læra og þyrstir í fróðleik varðandi manneskjuna" 


Tímarnir sem Ingibjörg kennir núna ásamt kennaranámi Yoga Shala, eru Yogaflæði og skapandi tímar þar sem tónlist og hreyfing dansa saman - yoga dans flæði. 


Ingibjörg er sem stendur í þerapíunámi hjá Gabor Mate sem og í Yoga Þerapíu námi. 



  • 500 tíma Yogakennaranám Brahmani Yoga á Indlandi hjá Julie Martin
  • 50 tíma Divine Sleep- Yoga Nidra kennaranám
  • 200 tíma  Dynamic spiral Yin fascial Yoga
  • Yoga dance trance
  • Feminine Power coaching


  • Heilsuráðgjöf - Institute of Integrative Nutrition
  • Thai Nudd
  • Ayurvedic seed massage
  • ACC  - Markþjálfun
  • Framkvæmdarstjóri Yoga Shala Reykjavík


 Ingibjörg er skráð sem 500 tíma experienced yoga teacher hjá Yoga Alliance.

Share by: